Óttast um líf sitt eftir að hafa orðið fyrir taugaeitrinu í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 14:24 Lögreglumaður á vettvangi eftir að Rowley og Sturgess komust í snertingu við taugaeitrið. Vísir/Getty Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok sem talið er hafa verið notað til að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury óttast að hann verði látinn innan tíu ára. Hann segist eiga erfitt með gang og sjón. Tæpum fjórum mánuðum eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum Salisbury á Englandi fyrr á þessu ári veiktust Charlie Rowley og Dawn Sturgess heiftarlega af völdum sama taugaeiturs. Sturgess lést á sjúkrahúsi í júlí. Rowley segir við breska blaðið Sunday Mirror að þó að hann sé laus af sjúkrahúsi telji hann sig ekki óhultan. „Ég er dauðhræddur við framtíðina. Læknar vita einfaldlega ekki hver langtímaáhrifin gætu orðið,“ segir Rowley sem er 45 ára gamall. Hann segist einn örfárra í heiminum sem hafi lifað það af að komast í snertingu við sovéska taugaeitrið. Veikindin hafi lagst þungt á hann. Hann óttist að eitrið gæti dregið hann til dauða fái hann svo mikið sem kvefpest. Hann hafi íhugað sjálfsvíg og hafi engan stuðning fengið frá yfirvöldum, að því er BBC hefur upp úr viðtalinu við Sunday Mirror. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða Skrípalfeðginin af dögum með eitrinu. Því hafa Rússar harðneitað. Lögreglan telur að Rowley og Sturgess hafi ekki verið skotmörk heldur hafi þau komist í snertingu við afganginn af eitrinu sem morðingjarnir hafi losað sig við af skeytingarleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok sem talið er hafa verið notað til að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury óttast að hann verði látinn innan tíu ára. Hann segist eiga erfitt með gang og sjón. Tæpum fjórum mánuðum eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum Salisbury á Englandi fyrr á þessu ári veiktust Charlie Rowley og Dawn Sturgess heiftarlega af völdum sama taugaeiturs. Sturgess lést á sjúkrahúsi í júlí. Rowley segir við breska blaðið Sunday Mirror að þó að hann sé laus af sjúkrahúsi telji hann sig ekki óhultan. „Ég er dauðhræddur við framtíðina. Læknar vita einfaldlega ekki hver langtímaáhrifin gætu orðið,“ segir Rowley sem er 45 ára gamall. Hann segist einn örfárra í heiminum sem hafi lifað það af að komast í snertingu við sovéska taugaeitrið. Veikindin hafi lagst þungt á hann. Hann óttist að eitrið gæti dregið hann til dauða fái hann svo mikið sem kvefpest. Hann hafi íhugað sjálfsvíg og hafi engan stuðning fengið frá yfirvöldum, að því er BBC hefur upp úr viðtalinu við Sunday Mirror. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða Skrípalfeðginin af dögum með eitrinu. Því hafa Rússar harðneitað. Lögreglan telur að Rowley og Sturgess hafi ekki verið skotmörk heldur hafi þau komist í snertingu við afganginn af eitrinu sem morðingjarnir hafi losað sig við af skeytingarleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32
Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44
Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30