Allt að 19 mánaða bið til að greina einhverfu Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2018 07:30 Anna Björg Kristinsdóttir og sonur hennar, Domenic, bíða eftir því að komast að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Domenic fær líkast til ekki greiningu fyrr en hann verður orðinn hartnær fimm ára. Fréttablaðið/Ernir Anna Björg Kristinsdóttir er móðir drengs sem fæddur er í október 2015. Þau hafa fengið að heyra frá sálfræðingum að mjög líklega sé drengurinn einhverfur. Hins vegar bíða þau eftir að komast að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til að fá staðfestingu á að um einhverfu er að ræða. „Við höfum rætt við sálfræðinga sem gefa það út að hann sé einhverfur. Hins vegar bíðum við eftir því að komast inn í greiningu. Núna er líklegt að við komumst að hjá þeim árið 2020. Þá er barnið mitt komið á fimmta aldursár. Það gefur augaleið að það gengur ekki,“ segir Anna Björg. Tæplega 340 börn eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningarstöðinni. Börn á aldrinum tveggja til sex ára þurfa að bíða í allt að 19 mánuði eftir greiningu og börn á aldrinum frá þeim aldri til átján ára aldurs í allt að 16 mánuði. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, segir stofnunina af þeim sökum ekki geta sinnt skyldum sínum. Greiningarstöðin á að sinna svokallaðri snemmtækri íhlutun þar sem lögð er áhersla á markvissar aðgerðir til að hægt sé að hafa sem mest áhrif á þroskaframvindu barna eins snemma á lífsleiðinni og unnt er. Rannsóknir og þróun þekkingar undanfarna áratugi hafa sýnt fram á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, segir á vef Greiningarstöðvarinnar. „Eins og staðan er núna er átján mánaða bið hjá okkur sem kemur engum vel,“ segir Anna Björg. „Við erum búin að fá staðfestingu á einhverfu. Núna ætti hins vegar að vera komin aðstoð fyrir hann. Sonur minn fer tvisvar til þrisvar í viku á leikskólann eins og staðan er núna. Hann þarf á miklum stuðningi að halda en það er ekki til staðar. Þetta helst einhvern veginn allt í hendur. Svo þarf ég núna að redda sjálf talþjálfun og þroskaþjálfa en það er ekki greitt nema ég taki það úr eigin vasa því hann er ekki með greiningu. Hann fengi meiri aðstoð ef greining kæmi fyrr.“ Eins og staðan er í dag er Greiningar- og ráðgjafarstöð ekki að sinna lagalegum skyldum sínum gagnvart þeim hópi sem er á biðlista, segir Soffía. „Það er mat stofnunarinnar að fjölga þurfi stöðugildum um tíu til tólf á næstu fjórum árum, kostnaður við það er áætlaður um 180 til 200 milljónir króna.“ Ljóst er að þessi bið eftir greiningu getur haft alvarlegar afleiðingar því oft og tíðum er um að ræða afar mikilvægan tíma í þroska barna sem bíða eftir hvers konar greiningum. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtæka þroskaskerðingu. Að sama skapi fæst ekki nægilegt fjármagn inn til menntastofnana, leikskóla og grunnskóla með hverju barni á meðan það hefur ekki greiningu frá stöðinni. Því getur þessi bið, nærri tvö ár í sumum tilfellum, hamlað þroska þessara barna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Anna Björg Kristinsdóttir er móðir drengs sem fæddur er í október 2015. Þau hafa fengið að heyra frá sálfræðingum að mjög líklega sé drengurinn einhverfur. Hins vegar bíða þau eftir að komast að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til að fá staðfestingu á að um einhverfu er að ræða. „Við höfum rætt við sálfræðinga sem gefa það út að hann sé einhverfur. Hins vegar bíðum við eftir því að komast inn í greiningu. Núna er líklegt að við komumst að hjá þeim árið 2020. Þá er barnið mitt komið á fimmta aldursár. Það gefur augaleið að það gengur ekki,“ segir Anna Björg. Tæplega 340 börn eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningarstöðinni. Börn á aldrinum tveggja til sex ára þurfa að bíða í allt að 19 mánuði eftir greiningu og börn á aldrinum frá þeim aldri til átján ára aldurs í allt að 16 mánuði. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, segir stofnunina af þeim sökum ekki geta sinnt skyldum sínum. Greiningarstöðin á að sinna svokallaðri snemmtækri íhlutun þar sem lögð er áhersla á markvissar aðgerðir til að hægt sé að hafa sem mest áhrif á þroskaframvindu barna eins snemma á lífsleiðinni og unnt er. Rannsóknir og þróun þekkingar undanfarna áratugi hafa sýnt fram á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, segir á vef Greiningarstöðvarinnar. „Eins og staðan er núna er átján mánaða bið hjá okkur sem kemur engum vel,“ segir Anna Björg. „Við erum búin að fá staðfestingu á einhverfu. Núna ætti hins vegar að vera komin aðstoð fyrir hann. Sonur minn fer tvisvar til þrisvar í viku á leikskólann eins og staðan er núna. Hann þarf á miklum stuðningi að halda en það er ekki til staðar. Þetta helst einhvern veginn allt í hendur. Svo þarf ég núna að redda sjálf talþjálfun og þroskaþjálfa en það er ekki greitt nema ég taki það úr eigin vasa því hann er ekki með greiningu. Hann fengi meiri aðstoð ef greining kæmi fyrr.“ Eins og staðan er í dag er Greiningar- og ráðgjafarstöð ekki að sinna lagalegum skyldum sínum gagnvart þeim hópi sem er á biðlista, segir Soffía. „Það er mat stofnunarinnar að fjölga þurfi stöðugildum um tíu til tólf á næstu fjórum árum, kostnaður við það er áætlaður um 180 til 200 milljónir króna.“ Ljóst er að þessi bið eftir greiningu getur haft alvarlegar afleiðingar því oft og tíðum er um að ræða afar mikilvægan tíma í þroska barna sem bíða eftir hvers konar greiningum. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtæka þroskaskerðingu. Að sama skapi fæst ekki nægilegt fjármagn inn til menntastofnana, leikskóla og grunnskóla með hverju barni á meðan það hefur ekki greiningu frá stöðinni. Því getur þessi bið, nærri tvö ár í sumum tilfellum, hamlað þroska þessara barna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent