Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. desember 2018 07:30 Lánveiting ríkisins til Íslandspósts var rædd á þingi í gær og voru margir gagnrýnir á hana. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslandspóstur (ÍSP) hyggst endurgreiða 1,5 milljarða króna neyðarlán frá ríkissjóði með fjármunum úr jöfnunarsjóði alþjónustu. ÍSP hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða afturvirkt úr sjóðnum vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrði. Sem stendur er staða umrædds sjóðs núll krónur. Fyrir 3. umræðu fjárlaga bætti meirihluti fjárlaganefndar inn lánveitingarheimild upp á 1,5 milljarða til ÍSP. Lánið kemur til með að bera markaðsvexti. Umrædd tillaga hafði verið felld út í 2. umræðu vegna efasemda um skýringar á bágri fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Nú er einnig bætt við heimild til ríkissjóðs til að auka við hlutafé sitt í opinbera hlutafélaginu. Nú þegar hafa 500 milljónir verið greiddar út til að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar út þetta ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að það lán sé tryggt með veði í kröfum ÍSP á erlend fyrirtæki. Alls kostar óvíst er hins vegar að ÍSP geti endurgreitt afganginn af upphæðinni. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að ÍSP „hyggist endurgreiða lán ríkissjóðs með greiðslu framlags úr jöfnunarsjóði alþjónustu, sem sótt hefur verið um vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrðar á árunum 2013-2017“. Nefndarálitið ber með sér að fulltrúar Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), eftirlitsaðila ÍSP, hafi ekki verið kallaðir á fund nefndarinnar.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON„Það hefur aldrei reynt áður á jöfnunarsjóð alþjónustu vegna póstþjónustu. Það hefur hins vegar gerst í fjarskiptamálum en um tvo mismunandi sjóði er að ræða. Það hefur borist umsókn frá ÍSP um framlag úr jöfnunarsjóði og er hún til meðferðar hjá stofnuninni,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Aðspurður hve miklir fjármunir séu í sjóðnum segir Hrafnkell að þar séu núll krónur. Í reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu segir að umsókn í sjóðinn skuli skilað fyrir 1. september og taki hún til næsta árs. Umsókn ÍSP er hins vegar afturvirk. Í lögum um póstþjónustu er kveðið á um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að unnt sé að fá úthlutun úr sjóðnum. Í fyrsta lagi getur rekstrarleyfishafi einkaréttar aðeins fengið fjármuni vegna alþjónustu en ekki einkaréttar. Þá þarf að kanna hvort þjónustan falli innan alþjónustu og hve mikil óhagkvæmni sé af henni. Að endingu ber að meta hvort um sé að ræða ósanngjarna byrði. Frumvarp til nýrra póstþjónustulaga ber með sér að svo hafi ekki verið í öðrum Evrópuríkjum. Í lögunum er einnig ákveðið hvernig sjóðurinn er fjármagnaður. Það skuli gert með sérstökum skatti á rekstrarleyfishafa. Ljóst er að þar er um að ræða ÍSP. Hingað til hefur ekkert gjald verið lagt á fyrirtækið og því er þar ekki króna með gati. Í raun eru því þrjár mögulegar niðurstöður. Í fyrsta lagi, verði umsókn ÍSP hafnað mun fyrirtækið ólíklega geta endurgreitt lánið og til ríkisaðstoðar mun koma. Í öðru lagi verður vart séð að hægt verði að leggja gjald á ÍSP afturvirkt, svo sjóðurinn geti greitt upphæðina út, enda afturvirk skattheimta bönnuð. Því þyrfti ríkið líklega að leggja fé í sjóðinn, til að greiða ríkisfyrirtækinu ÍSP, til að ÍSP geti endurgreitt ríkissjóði lánið. Í þriðja lagi er sá möguleiki fyrir hendi að framvirk umsókn verði samþykkt. Þá þarf að samþykkja lög um gjaldtöku á ÍSP til að fjármunir fáist í sjóðinn. Þá mun ÍSP síðan nýta til að endurgreiða lánið. Slík lagabreyting tæki tíma. „Alla tíð hefur verið ljóst að ekki er til fjármagn í sjóðnum til að greiða út bætur en í ljósi þess að taka þarf ákvörðun um fjármögnun póstþjónustu sem ekki stendur undir sér var talið rétt að umsókn lægi fyrir,“ segir í svari ÍSP um hví fyrirtækið sótti um úthlutun úr galtómum sjóði Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00 Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslandspóstur (ÍSP) hyggst endurgreiða 1,5 milljarða króna neyðarlán frá ríkissjóði með fjármunum úr jöfnunarsjóði alþjónustu. ÍSP hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða afturvirkt úr sjóðnum vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrði. Sem stendur er staða umrædds sjóðs núll krónur. Fyrir 3. umræðu fjárlaga bætti meirihluti fjárlaganefndar inn lánveitingarheimild upp á 1,5 milljarða til ÍSP. Lánið kemur til með að bera markaðsvexti. Umrædd tillaga hafði verið felld út í 2. umræðu vegna efasemda um skýringar á bágri fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Nú er einnig bætt við heimild til ríkissjóðs til að auka við hlutafé sitt í opinbera hlutafélaginu. Nú þegar hafa 500 milljónir verið greiddar út til að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar út þetta ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að það lán sé tryggt með veði í kröfum ÍSP á erlend fyrirtæki. Alls kostar óvíst er hins vegar að ÍSP geti endurgreitt afganginn af upphæðinni. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að ÍSP „hyggist endurgreiða lán ríkissjóðs með greiðslu framlags úr jöfnunarsjóði alþjónustu, sem sótt hefur verið um vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrðar á árunum 2013-2017“. Nefndarálitið ber með sér að fulltrúar Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), eftirlitsaðila ÍSP, hafi ekki verið kallaðir á fund nefndarinnar.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON„Það hefur aldrei reynt áður á jöfnunarsjóð alþjónustu vegna póstþjónustu. Það hefur hins vegar gerst í fjarskiptamálum en um tvo mismunandi sjóði er að ræða. Það hefur borist umsókn frá ÍSP um framlag úr jöfnunarsjóði og er hún til meðferðar hjá stofnuninni,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Aðspurður hve miklir fjármunir séu í sjóðnum segir Hrafnkell að þar séu núll krónur. Í reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu segir að umsókn í sjóðinn skuli skilað fyrir 1. september og taki hún til næsta árs. Umsókn ÍSP er hins vegar afturvirk. Í lögum um póstþjónustu er kveðið á um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að unnt sé að fá úthlutun úr sjóðnum. Í fyrsta lagi getur rekstrarleyfishafi einkaréttar aðeins fengið fjármuni vegna alþjónustu en ekki einkaréttar. Þá þarf að kanna hvort þjónustan falli innan alþjónustu og hve mikil óhagkvæmni sé af henni. Að endingu ber að meta hvort um sé að ræða ósanngjarna byrði. Frumvarp til nýrra póstþjónustulaga ber með sér að svo hafi ekki verið í öðrum Evrópuríkjum. Í lögunum er einnig ákveðið hvernig sjóðurinn er fjármagnaður. Það skuli gert með sérstökum skatti á rekstrarleyfishafa. Ljóst er að þar er um að ræða ÍSP. Hingað til hefur ekkert gjald verið lagt á fyrirtækið og því er þar ekki króna með gati. Í raun eru því þrjár mögulegar niðurstöður. Í fyrsta lagi, verði umsókn ÍSP hafnað mun fyrirtækið ólíklega geta endurgreitt lánið og til ríkisaðstoðar mun koma. Í öðru lagi verður vart séð að hægt verði að leggja gjald á ÍSP afturvirkt, svo sjóðurinn geti greitt upphæðina út, enda afturvirk skattheimta bönnuð. Því þyrfti ríkið líklega að leggja fé í sjóðinn, til að greiða ríkisfyrirtækinu ÍSP, til að ÍSP geti endurgreitt ríkissjóði lánið. Í þriðja lagi er sá möguleiki fyrir hendi að framvirk umsókn verði samþykkt. Þá þarf að samþykkja lög um gjaldtöku á ÍSP til að fjármunir fáist í sjóðinn. Þá mun ÍSP síðan nýta til að endurgreiða lánið. Slík lagabreyting tæki tíma. „Alla tíð hefur verið ljóst að ekki er til fjármagn í sjóðnum til að greiða út bætur en í ljósi þess að taka þarf ákvörðun um fjármögnun póstþjónustu sem ekki stendur undir sér var talið rétt að umsókn lægi fyrir,“ segir í svari ÍSP um hví fyrirtækið sótti um úthlutun úr galtómum sjóði
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00 Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00
Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15