Gerði grín að forsætisráðherra Íslands við jarðarför Bush: „Því minna land, því lengri ræða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 19:52 Brian Mulroney fyrrverandi forsætisráðherra Kanada við útför George H. W. Bush í dag. Getty/Andrew Harnik-Pool Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03
Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26
Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38