Í launalaust leyfi frá Reykjavíkurborg til að aðstoða Svandísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2018 15:15 Helga Björg Ragnarsdóttir hefur starfað fyrir Vinstri græn í stjórnmálum. Helga Björg Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að Iðunn Garðarsdóttir, annar tveggja aðstoðarmanna Svandísar, sé farin í barnseignarleyfi. Helga Björg komi í hennar stað. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að Helga Björg hafi fengið níu mánaða launalaust leyfi til að flytja sig tímabundið um set yfir í ráðuneytið. Ekki verði ráðið í stöðu Helgu á meðan en hún hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Helga Björg hefur verið kynnt til leiks en auk hennar er Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir, aðstoðarmaður ráðherra. Laun aðstoðarmanna eru um 1,2 milljónir króna. Helga Björg var gagnrýnd í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar þegar dómurinn felldi úr gildi áminningu hennar á hendur fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Sagði í niðurstöðu dómsins að framkoma Helgu Bjargar í garð starfsmannsins hefði verið „í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann“ sem væri auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, „þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna“, sagði í dómi héraðsdóms. Var borgin dæmd til að greiða fjármálastjóranum 250 þúsund krónur í bætur og málskostnað upp á 1250 þúsund krónur. Stjórnsýsla Tengdar fréttir Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Helga Björg Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að Iðunn Garðarsdóttir, annar tveggja aðstoðarmanna Svandísar, sé farin í barnseignarleyfi. Helga Björg komi í hennar stað. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að Helga Björg hafi fengið níu mánaða launalaust leyfi til að flytja sig tímabundið um set yfir í ráðuneytið. Ekki verði ráðið í stöðu Helgu á meðan en hún hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Helga Björg hefur verið kynnt til leiks en auk hennar er Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir, aðstoðarmaður ráðherra. Laun aðstoðarmanna eru um 1,2 milljónir króna. Helga Björg var gagnrýnd í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar þegar dómurinn felldi úr gildi áminningu hennar á hendur fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Sagði í niðurstöðu dómsins að framkoma Helgu Bjargar í garð starfsmannsins hefði verið „í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann“ sem væri auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, „þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna“, sagði í dómi héraðsdóms. Var borgin dæmd til að greiða fjármálastjóranum 250 þúsund krónur í bætur og málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09
Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48