Lyfjaframleiðsla Coripharma í Hafnarfirði hófst í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2018 18:30 Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári. „Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa. Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi. „Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni. Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári. „Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa. Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi. „Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni. Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira