Rússneskur uppljóstrari talinn hafa látist af náttúrulegum orsökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 16:34 Perepilitsjní hafði leitað hælis í Bretlandi eftir að hafa aðstoðað saksóknara í umfangsmiklu skattsvikamáli. Vísir/EPA Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira