Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 21:05 Trump hefur sagt að hann muni stöðva rekstur um fjórðungs stjórnvalda Bandaríkjanna þar til hann fær fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og ráðgjafar eru tilbúnir til að gera hvað sem er til tryggja að veggur verði byggður á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar á meðal er að stöðva rekstur hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna með því að neita að skrifa undir ný fjárlög. Trump-liðar vilja minnst fimm milljarða dala til byggingar veggjarins en lítill stuðningur virðist fyrir því á þingi. Hvorki meðal Demókrata eða Repúblikana. Ekkert útlit er fyrir lausn á deilunni og því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna verði lokað á föstudaginn. Þar á meðal Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, þjóðgarðar, landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið. Stephen Miller, ráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Hvíta húsið myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Þar kæmi meðal annars til greina að stöðva rekstur stjórnvalda.Báðum deildum þingsins er enn stjórnað af Repúblikanaflokknum en forsvarsmenn flokksins eiga þó við ákveðinn vanda að stríða. Flokkurinn tapaði tugum þingmanna í kosningunum í síðasta mánuði og þeir þingmenn sem eru að missa störf sín og aðrir sem höfðu ákveðið að hætta, hafa sýnt því einkar lítinn áhuga hjálpa Trump að ná markmiði sínu og að taka þátt í atkvæðagreiðslum.Repúblikanar höfðu fengið Trump til að láta af kröfum sínum í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Nú er Trump hins vegar harður á því að fá peninga svo hann geti staðið við kosningaloforð sitt um að byggja vegg. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn. Þeir neituðu hins vegar að borga. Þingið hefur lagt til að veita 1,6 milljörðum dala í aukið eftirlit á landamærunum og viðgerðir á grindverkum. Það er hins vegar tekið fram í frumvarpi þingsins að enginn hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í byggingu veggjarins. Þingmenn eru, samkvæmt AP fréttaveitunni, sammála um að næsta skref þurfi að koma frá Hvíta húsinu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51 Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 „Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og ráðgjafar eru tilbúnir til að gera hvað sem er til tryggja að veggur verði byggður á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar á meðal er að stöðva rekstur hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna með því að neita að skrifa undir ný fjárlög. Trump-liðar vilja minnst fimm milljarða dala til byggingar veggjarins en lítill stuðningur virðist fyrir því á þingi. Hvorki meðal Demókrata eða Repúblikana. Ekkert útlit er fyrir lausn á deilunni og því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna verði lokað á föstudaginn. Þar á meðal Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, þjóðgarðar, landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið. Stephen Miller, ráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Hvíta húsið myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Þar kæmi meðal annars til greina að stöðva rekstur stjórnvalda.Báðum deildum þingsins er enn stjórnað af Repúblikanaflokknum en forsvarsmenn flokksins eiga þó við ákveðinn vanda að stríða. Flokkurinn tapaði tugum þingmanna í kosningunum í síðasta mánuði og þeir þingmenn sem eru að missa störf sín og aðrir sem höfðu ákveðið að hætta, hafa sýnt því einkar lítinn áhuga hjálpa Trump að ná markmiði sínu og að taka þátt í atkvæðagreiðslum.Repúblikanar höfðu fengið Trump til að láta af kröfum sínum í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Nú er Trump hins vegar harður á því að fá peninga svo hann geti staðið við kosningaloforð sitt um að byggja vegg. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn. Þeir neituðu hins vegar að borga. Þingið hefur lagt til að veita 1,6 milljörðum dala í aukið eftirlit á landamærunum og viðgerðir á grindverkum. Það er hins vegar tekið fram í frumvarpi þingsins að enginn hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í byggingu veggjarins. Þingmenn eru, samkvæmt AP fréttaveitunni, sammála um að næsta skref þurfi að koma frá Hvíta húsinu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51 Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 „Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
„Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41