Ekkert smakk og ekkert vesen Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2018 20:00 Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019. Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019.
Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira