Ekkert smakk og ekkert vesen Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2018 20:00 Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019. Bláskógabyggð Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019.
Bláskógabyggð Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira