HSÍ fékk hæsta styrkinn úr sögulega digrum Afrekssjóði ÍSÍ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2018 15:22 Handboltinn fékk mest í ár. vísir/daníel Þór ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur. Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur.
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira