Eftirförin Guðrún Vilmundardóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Ég hef einu sinni veitt manneskju eftirför. Það var á þessum árstíma á menntaskólaárunum. Við vinkona mín höfðum verið á upplestrarkvöldi þar sem eftirlætis skáldkona okkar kom fram. Við vorum búnar að lesa nýútkomna bók hennar og vorum ákaflega hrifnar. Á okkur brann einhver spurning sem við þorðum þó ekki að bera upp fyrir fullum sal af fólki. Við brugðum því á það ráð að veita skáldkonunni eftirför. Spurningunni hef ég gleymt, en hugaræsingurinn sem fylgdi eftirförinni er ógleymanlegur. Taugakerfið var allt undir. Við vorum enn að smíða spurninguna, svo við héldum bókmenntalegar ráðstefnur inni í myrkum húsasundum á leiðinni, en máttum ekki missa skáldið úr augsýn. Eftirförin var eiginlega jafn spennandi og að spila bridds. Ég fór einu sinni á briddsnámskeið, og man ekki betur en kennaranum hafi þótt ég efnileg, en ákvað að láta af spilamennsku að námskeiði loknu. Mér kom nefnilega ekki dúr á auga næturnar eftir spilakvöldin því ég var að breyta um sögn og sjá fyrir mér ólíka möguleika í framvindu spilsins þar til dagur reis. Eftirförinni lauk raunar nokkuð snubbótt. Skáldkonan kom að heimili sínu á Njálsgötunni og fór inn án þess að við stöllur þyrðum að stoppa hana. Öllum þessum árum seinna finnst mér að við hefðum að minnsta kosti getað boðið gott kvöld og þakkað fyrir bókina, en við vorum á ráðstefnu um spurninguna í næsta húsasundi. Og spilaferlinum er lokið. En kannski hef ég náð að sameina áhugann á bókmenntum og briddsi með því að fá mér þægilega innivinnu sem bókaútgefandi. Tvö lauf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef einu sinni veitt manneskju eftirför. Það var á þessum árstíma á menntaskólaárunum. Við vinkona mín höfðum verið á upplestrarkvöldi þar sem eftirlætis skáldkona okkar kom fram. Við vorum búnar að lesa nýútkomna bók hennar og vorum ákaflega hrifnar. Á okkur brann einhver spurning sem við þorðum þó ekki að bera upp fyrir fullum sal af fólki. Við brugðum því á það ráð að veita skáldkonunni eftirför. Spurningunni hef ég gleymt, en hugaræsingurinn sem fylgdi eftirförinni er ógleymanlegur. Taugakerfið var allt undir. Við vorum enn að smíða spurninguna, svo við héldum bókmenntalegar ráðstefnur inni í myrkum húsasundum á leiðinni, en máttum ekki missa skáldið úr augsýn. Eftirförin var eiginlega jafn spennandi og að spila bridds. Ég fór einu sinni á briddsnámskeið, og man ekki betur en kennaranum hafi þótt ég efnileg, en ákvað að láta af spilamennsku að námskeiði loknu. Mér kom nefnilega ekki dúr á auga næturnar eftir spilakvöldin því ég var að breyta um sögn og sjá fyrir mér ólíka möguleika í framvindu spilsins þar til dagur reis. Eftirförinni lauk raunar nokkuð snubbótt. Skáldkonan kom að heimili sínu á Njálsgötunni og fór inn án þess að við stöllur þyrðum að stoppa hana. Öllum þessum árum seinna finnst mér að við hefðum að minnsta kosti getað boðið gott kvöld og þakkað fyrir bókina, en við vorum á ráðstefnu um spurninguna í næsta húsasundi. Og spilaferlinum er lokið. En kannski hef ég náð að sameina áhugann á bókmenntum og briddsi með því að fá mér þægilega innivinnu sem bókaútgefandi. Tvö lauf.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar