Henderson: Alisson, ég elska þig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:30 Alisson Becker með Fabinho eftir leik. Vísir/Getty Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. Alisson Becker bjargaði Liverpool liðinu með stórkostlegri markvörslu í blálokin en hefði Napoli skorað þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk á lokakafla leiksins. Liverpool klúðraði fjölda dauðafæra í leiknum, aðallega Sadio Mane, en hetjan var á endanum brasilíski markvörðurinn sem hélt einbeitingu sinni út leikinn og hélt hreinu í tólfta sinn í búningi Liverpool. Jordan Henderson tjáði tilfinningar sína til Alisson Becker á Instagram. View this post on InstagramAnother special night at Anfield! Atmosphere was amazing and performance was there to match it. Onto the round of 16! @alissonbecker I love you A post shared by Jordan Henderson (@jhenderson) on Dec 11, 2018 at 3:01pm PST „Annað sérstakt kvöld á Anfield. Andrúmsloftið var stórkostlegt og frammistaðan var í takt við það. Áfram í sextán liða úrslitin. Alisson Becker, ég elska þig,“ skrifaði Jordan Henderson á Instagram síðu sína. Alisson fékk líka eitt lítið sætt hjarta í kaupbæti frá fyrirliða sínum. Það er öruggt að fleiri en Jordan Henderson eru í skýjunum með Alisson Becker og það sem hann hefur bætt við þetta Liverpool-lið. Alisson Becker er aðeins búinn að fá á sig 13 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar en það sér örugglega enginn stuðningsmaður félagsins eftir þeim peningum í dag. Fyrir vikið er Liverpool-liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Markvarsla Alisson Becker á úrslitastundu.Vísir/GettyAlisson Becker og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. Alisson Becker bjargaði Liverpool liðinu með stórkostlegri markvörslu í blálokin en hefði Napoli skorað þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk á lokakafla leiksins. Liverpool klúðraði fjölda dauðafæra í leiknum, aðallega Sadio Mane, en hetjan var á endanum brasilíski markvörðurinn sem hélt einbeitingu sinni út leikinn og hélt hreinu í tólfta sinn í búningi Liverpool. Jordan Henderson tjáði tilfinningar sína til Alisson Becker á Instagram. View this post on InstagramAnother special night at Anfield! Atmosphere was amazing and performance was there to match it. Onto the round of 16! @alissonbecker I love you A post shared by Jordan Henderson (@jhenderson) on Dec 11, 2018 at 3:01pm PST „Annað sérstakt kvöld á Anfield. Andrúmsloftið var stórkostlegt og frammistaðan var í takt við það. Áfram í sextán liða úrslitin. Alisson Becker, ég elska þig,“ skrifaði Jordan Henderson á Instagram síðu sína. Alisson fékk líka eitt lítið sætt hjarta í kaupbæti frá fyrirliða sínum. Það er öruggt að fleiri en Jordan Henderson eru í skýjunum með Alisson Becker og það sem hann hefur bætt við þetta Liverpool-lið. Alisson Becker er aðeins búinn að fá á sig 13 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar en það sér örugglega enginn stuðningsmaður félagsins eftir þeim peningum í dag. Fyrir vikið er Liverpool-liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Markvarsla Alisson Becker á úrslitastundu.Vísir/GettyAlisson Becker og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira