Kína handtekur kanadískan diplómata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 07:00 Michael Kovrig, fyrrverandi diplómati Kanada. AP Kanadíski fyrrverandi diplómatinn Michael Kovrig hefur verið handtekinn í Kína. Hugveitan International Crisis Group greindi frá málinu í gær og sagðist beita sér fyrir því að Kovrig yrði leystur úr haldi. Ekki hefur verið upplýst um ástæðu handtökunnar. Kovrig hefur meðal annars unnið sem erindreki í Peking og Hong Kong. Þá hefur hann starfað frá því í febrúar í fyrra sem sérfræðingur fyrir International Crisis Group. Reuters greindi sömuleiðis frá málinu og hafði eftir heimildum. Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. Setja má handtöku Kovrigs í samhengi við nýja deilu Kína og Kanada. Sú spratt upp eftir að Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknirisans, var handtekin í Kanada í síðustu viku. Henni er gefið að sök að hafa logið að bönkum um ítök Huawei á írönskum markaði og þannig sett bankana í hættu á að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fóru fram á handtökuna og vilja að Meng sé framseld. Yfirvöld í Kína kölluðu svo sendiherra bæði Bandaríkjanna og Kanada á teppið til að ræða um málið. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sagði að von væri á frekari aðgerðum vegna handtöku Meng. Einnig má setja málið í samhengi við það þegar kanadískt par var handtekið í Kína árið 2014. Þá höfðu Kanadamenn nýlega sakað Kínverja um að ráðast á tölvukerfi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Kanadíski fyrrverandi diplómatinn Michael Kovrig hefur verið handtekinn í Kína. Hugveitan International Crisis Group greindi frá málinu í gær og sagðist beita sér fyrir því að Kovrig yrði leystur úr haldi. Ekki hefur verið upplýst um ástæðu handtökunnar. Kovrig hefur meðal annars unnið sem erindreki í Peking og Hong Kong. Þá hefur hann starfað frá því í febrúar í fyrra sem sérfræðingur fyrir International Crisis Group. Reuters greindi sömuleiðis frá málinu og hafði eftir heimildum. Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. Setja má handtöku Kovrigs í samhengi við nýja deilu Kína og Kanada. Sú spratt upp eftir að Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknirisans, var handtekin í Kanada í síðustu viku. Henni er gefið að sök að hafa logið að bönkum um ítök Huawei á írönskum markaði og þannig sett bankana í hættu á að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fóru fram á handtökuna og vilja að Meng sé framseld. Yfirvöld í Kína kölluðu svo sendiherra bæði Bandaríkjanna og Kanada á teppið til að ræða um málið. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sagði að von væri á frekari aðgerðum vegna handtöku Meng. Einnig má setja málið í samhengi við það þegar kanadískt par var handtekið í Kína árið 2014. Þá höfðu Kanadamenn nýlega sakað Kínverja um að ráðast á tölvukerfi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55