Klopp upp á vegg í Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:30 Jürgen Klopp og Mohamed Salah. Vísir/Getty Jürgen Klopp þarf að stilla sína leikmenn rétt af í kvöld ætli Liverpool að vera í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fær ítalska félagið Napoli í heimsókn á Anfield og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast upp fyrir Ítalana og fara áfram. Það er búist við klassísku Evrópukvöldi á Anfield en í aðdraganda leiksins var Jürgen Klopp sjálfur málaður upp á vegg í Liverpool borg. Jürgen Klopp hefur sett saman frábært lið í Liverpool, lið sem komst upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og hefur aldrei byrjað tímabil betur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig listamaðurinn málaði þessa mögnuðu mynd af Jürgen Klopp sem tekur næstu því allan húsgaflinn í Baltic hverfinu í Liverpol.2?Days 1? Incredible piece of street art Jürgen Klopp in the heart of the city's thriving Baltic district.#ThisMeansMorepic.twitter.com/3HWfDWV32L — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Baltic hverfið í Liverpool er hér eftir örugglega á listanum yfir staði sem stuðningsfólk Liverpool heimsækir á ferð sinni um borgina. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool liðinu í október 2015 og er því búinn að vera knattspyrnustjóri félagsins í rúm þrjú ár. Liverpool endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili en hefur verið í fjórða sætinu á undanförnum tveimur tímabilum. Nú er Liverpool hinsvegar taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með þrettán sigra og þrjú jafntefli í sextán leikjum og hefur einu stigi meira en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City. Liverpool er líka eina taplausa liðið í deildinni.Five signed exclusive Jürgen Klopp mural canvas! Enter now for your chance to win...#ThisMeansMorehttps://t.co/IM5dQ81jbF — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Leikur Liverpool og Napolui hefst klukkan 20.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmessan með Gumma Ben hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport og Meistaradeildarmörkin verða síðan eftir alla leiki kvöldsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Jürgen Klopp þarf að stilla sína leikmenn rétt af í kvöld ætli Liverpool að vera í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fær ítalska félagið Napoli í heimsókn á Anfield og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast upp fyrir Ítalana og fara áfram. Það er búist við klassísku Evrópukvöldi á Anfield en í aðdraganda leiksins var Jürgen Klopp sjálfur málaður upp á vegg í Liverpool borg. Jürgen Klopp hefur sett saman frábært lið í Liverpool, lið sem komst upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og hefur aldrei byrjað tímabil betur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig listamaðurinn málaði þessa mögnuðu mynd af Jürgen Klopp sem tekur næstu því allan húsgaflinn í Baltic hverfinu í Liverpol.2?Days 1? Incredible piece of street art Jürgen Klopp in the heart of the city's thriving Baltic district.#ThisMeansMorepic.twitter.com/3HWfDWV32L — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Baltic hverfið í Liverpool er hér eftir örugglega á listanum yfir staði sem stuðningsfólk Liverpool heimsækir á ferð sinni um borgina. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool liðinu í október 2015 og er því búinn að vera knattspyrnustjóri félagsins í rúm þrjú ár. Liverpool endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili en hefur verið í fjórða sætinu á undanförnum tveimur tímabilum. Nú er Liverpool hinsvegar taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með þrettán sigra og þrjú jafntefli í sextán leikjum og hefur einu stigi meira en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City. Liverpool er líka eina taplausa liðið í deildinni.Five signed exclusive Jürgen Klopp mural canvas! Enter now for your chance to win...#ThisMeansMorehttps://t.co/IM5dQ81jbF — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Leikur Liverpool og Napolui hefst klukkan 20.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmessan með Gumma Ben hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport og Meistaradeildarmörkin verða síðan eftir alla leiki kvöldsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira