Klopp upp á vegg í Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:30 Jürgen Klopp og Mohamed Salah. Vísir/Getty Jürgen Klopp þarf að stilla sína leikmenn rétt af í kvöld ætli Liverpool að vera í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fær ítalska félagið Napoli í heimsókn á Anfield og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast upp fyrir Ítalana og fara áfram. Það er búist við klassísku Evrópukvöldi á Anfield en í aðdraganda leiksins var Jürgen Klopp sjálfur málaður upp á vegg í Liverpool borg. Jürgen Klopp hefur sett saman frábært lið í Liverpool, lið sem komst upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og hefur aldrei byrjað tímabil betur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig listamaðurinn málaði þessa mögnuðu mynd af Jürgen Klopp sem tekur næstu því allan húsgaflinn í Baltic hverfinu í Liverpol.2?Days 1? Incredible piece of street art Jürgen Klopp in the heart of the city's thriving Baltic district.#ThisMeansMorepic.twitter.com/3HWfDWV32L — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Baltic hverfið í Liverpool er hér eftir örugglega á listanum yfir staði sem stuðningsfólk Liverpool heimsækir á ferð sinni um borgina. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool liðinu í október 2015 og er því búinn að vera knattspyrnustjóri félagsins í rúm þrjú ár. Liverpool endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili en hefur verið í fjórða sætinu á undanförnum tveimur tímabilum. Nú er Liverpool hinsvegar taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með þrettán sigra og þrjú jafntefli í sextán leikjum og hefur einu stigi meira en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City. Liverpool er líka eina taplausa liðið í deildinni.Five signed exclusive Jürgen Klopp mural canvas! Enter now for your chance to win...#ThisMeansMorehttps://t.co/IM5dQ81jbF — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Leikur Liverpool og Napolui hefst klukkan 20.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmessan með Gumma Ben hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport og Meistaradeildarmörkin verða síðan eftir alla leiki kvöldsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Jürgen Klopp þarf að stilla sína leikmenn rétt af í kvöld ætli Liverpool að vera í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fær ítalska félagið Napoli í heimsókn á Anfield og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast upp fyrir Ítalana og fara áfram. Það er búist við klassísku Evrópukvöldi á Anfield en í aðdraganda leiksins var Jürgen Klopp sjálfur málaður upp á vegg í Liverpool borg. Jürgen Klopp hefur sett saman frábært lið í Liverpool, lið sem komst upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og hefur aldrei byrjað tímabil betur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig listamaðurinn málaði þessa mögnuðu mynd af Jürgen Klopp sem tekur næstu því allan húsgaflinn í Baltic hverfinu í Liverpol.2?Days 1? Incredible piece of street art Jürgen Klopp in the heart of the city's thriving Baltic district.#ThisMeansMorepic.twitter.com/3HWfDWV32L — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Baltic hverfið í Liverpool er hér eftir örugglega á listanum yfir staði sem stuðningsfólk Liverpool heimsækir á ferð sinni um borgina. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool liðinu í október 2015 og er því búinn að vera knattspyrnustjóri félagsins í rúm þrjú ár. Liverpool endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili en hefur verið í fjórða sætinu á undanförnum tveimur tímabilum. Nú er Liverpool hinsvegar taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með þrettán sigra og þrjú jafntefli í sextán leikjum og hefur einu stigi meira en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City. Liverpool er líka eina taplausa liðið í deildinni.Five signed exclusive Jürgen Klopp mural canvas! Enter now for your chance to win...#ThisMeansMorehttps://t.co/IM5dQ81jbF — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Leikur Liverpool og Napolui hefst klukkan 20.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmessan með Gumma Ben hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport og Meistaradeildarmörkin verða síðan eftir alla leiki kvöldsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira