Gunnar Nelson með augun á ákveðnu bardagakvöldi í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 09:30 Gunnar Nelson. Vísir/Getty Gunnar Nelson fer sigurreifur inn í jólin eftir glæsilegan sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira á laugardaginn. Nú bíða menn spenntir að sjá hvar næsti bardagi íslenska víkingsins verður. Gunnar stimplaði sig aftur inn eftir langa fjarveru frá UFC búrinu og það var mikilvægt fyrir framtíðarplönin hans að vinna góðan sigur um helgina. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 510 daga eða síðan að hann tapaði á móti Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí 2017. Santiago Ponzinibbio svindlaði í þeim bardaga þegar hann potaði í augun á Gunnari. Aftur var reynt að svindla á Gunnari núna en hann komst í gegnum það og vann sannfærandi sigur. Nú er stóra spurninginn hvar Gunnar Nelson keppir næst innan UFC. Í viðtali við MMA Fréttir viðrar Gunnar þá hugmynd sína um að keppa næst á bardagakvöldi í London í mars. Gunnar kemur þó ekki alveg heill út úr þessum bardaga við Alex Oliveira eða öllu heldur úr aðdraganda hans. „Hann þarf þó fyrst að fara í myndatöku á hnénu en Gunnar varð fyrir smá meiðslum á hnénu í aðdraganda bardagans. Gunnar telur þó að þetta sé ekki neitt stórmál en ætlar að sjá hvað þetta er,“ segir í frétt á mmafrettir.is. Síðustu tveir bardagar Gunnars hafa verið í Toronto í Kanada og í Glasgow í Skotlandi en í millitíðinni átti hann að keppa á móti Neil Magny í Liverpool í Englandi. Gunnar meiddist á hné í aðdraganda þessa bardaga og þurfti að fara í aðgerð. Bardaginn á móti Alex Oliveira var því eini bardagi Gunnars á árinu 2018. Íslenski bardagakappinn á góðar minningar frá bardögum sínum í London og það er því ekkert skrýtið að óskastaða hans sé að berjast aftur þar. Gunnar Nelson keppti síðast í London þegar hann vann Alan Jouban 18. mars 2017. Hann vann þar líka á móti þeim Omari Akhmedov (8. mars 2014) og Jorge Santiago (16. febrúar 2013). Gunnar Nelson hefur þannig unnið alla þrjá UFC-bardaga sína í London. Allt viðtalið við Gunnar Nelson í MMAfréttum má sjá hér fyrir neðan. MMA Tengdar fréttir Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00 Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30 Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15 Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Gunnar Nelson fer sigurreifur inn í jólin eftir glæsilegan sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira á laugardaginn. Nú bíða menn spenntir að sjá hvar næsti bardagi íslenska víkingsins verður. Gunnar stimplaði sig aftur inn eftir langa fjarveru frá UFC búrinu og það var mikilvægt fyrir framtíðarplönin hans að vinna góðan sigur um helgina. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 510 daga eða síðan að hann tapaði á móti Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí 2017. Santiago Ponzinibbio svindlaði í þeim bardaga þegar hann potaði í augun á Gunnari. Aftur var reynt að svindla á Gunnari núna en hann komst í gegnum það og vann sannfærandi sigur. Nú er stóra spurninginn hvar Gunnar Nelson keppir næst innan UFC. Í viðtali við MMA Fréttir viðrar Gunnar þá hugmynd sína um að keppa næst á bardagakvöldi í London í mars. Gunnar kemur þó ekki alveg heill út úr þessum bardaga við Alex Oliveira eða öllu heldur úr aðdraganda hans. „Hann þarf þó fyrst að fara í myndatöku á hnénu en Gunnar varð fyrir smá meiðslum á hnénu í aðdraganda bardagans. Gunnar telur þó að þetta sé ekki neitt stórmál en ætlar að sjá hvað þetta er,“ segir í frétt á mmafrettir.is. Síðustu tveir bardagar Gunnars hafa verið í Toronto í Kanada og í Glasgow í Skotlandi en í millitíðinni átti hann að keppa á móti Neil Magny í Liverpool í Englandi. Gunnar meiddist á hné í aðdraganda þessa bardaga og þurfti að fara í aðgerð. Bardaginn á móti Alex Oliveira var því eini bardagi Gunnars á árinu 2018. Íslenski bardagakappinn á góðar minningar frá bardögum sínum í London og það er því ekkert skrýtið að óskastaða hans sé að berjast aftur þar. Gunnar Nelson keppti síðast í London þegar hann vann Alan Jouban 18. mars 2017. Hann vann þar líka á móti þeim Omari Akhmedov (8. mars 2014) og Jorge Santiago (16. febrúar 2013). Gunnar Nelson hefur þannig unnið alla þrjá UFC-bardaga sína í London. Allt viðtalið við Gunnar Nelson í MMAfréttum má sjá hér fyrir neðan.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00 Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30 Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15 Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00
Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30
Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15
Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn