Of algengt að asískir ferðamenn noti ekki öryggisbúnað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2018 20:52 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra. Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra.
Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38