„Þetta slys eykur enn þrýsting á að framkvæmdum á þessu svæði verði flýtt. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að hraða þeim vegna aukinnar umferðar og lengdar á brúnni. Það má segja að hún hafi verið flöskuháls í vegakerfinu.“ segir Guðmundur.
Guðmundur Valur segir að fjöldi ferðamanna á svæðinu hafi aukist gríðarlega síðustu ár og slysum fjölgað samhliða því.
„Það er sérstaklega aukin umferð á brúnni en hún hefur þrefaldast á svæðinu síðustu 4-5 ár. Nú fara þarna um 1200 bílar á dag. Hins vegar hafa flest slysin á brúnni verið umferðaróhöpp en ekki alvarleg slys eins og í dag.
Hann segir í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins sem hafa meiri umferð en 200 ökutæki á sólarhring að meðaltali verði útrýmt.
„Þarna er um að ræða langa brú með útskotum, en hún er næst lengsta brúin í vegakerfinu í dag. Þá eru hún óvenjuleg að því leiti að það eru tvö útskot á henni sem óvanir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig nota skal. Einbreiðar brýr geta boðið uppá slysahættu og því er markmið samgönguáætlunar að útrýma þeim,“ segir Guðmundur Valur að lokum.
Fjallað var um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem sjá má hér að neðan.