Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Sylvía Hall skrifar 26. desember 2018 11:08 Falleg mynd af ljósaskreytingum á leiðum ástvina. Instagram Bandaríski tæknirisinn Apple hefur birt fallegt jólamyndband og myndir á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson. Myndirnar, sem allar eru teknar á iPhone síma, eru teknar á Íslandi og fanga svipmyndir jólanna hér á landi í fallegu myndbandi. Myndbandið heitir „Icelandic Winter Lights“ eða Íslensk vetrarljós og segir frá þeirri hefð Íslendinga að heiðra minningu ástvina yfir jólatímann. Þar kemur fram að við Íslendingar höfum lært að lifa í myrkrinu og náttúrunni, talað um trú okkar á álfa og huldufólk sem og þá sterku trú á að ástvinir lifi áfram með okkur eftir dauðann. View this post on InstagramA post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 12:52pm PST„Í þeim skilningi er hægt að segja að dauðinn sigri ekki, og þótt að skammdegið geti verið notalegt þegar við hittumst þá komum við saman með ljós í hjartanu.“ Sögumaður myndbandsins segir frá því að faðir hennar hafi eitt sinn sagt að myrkrið geri okkur betur í stakk búinn til þess að takast á við erfiðar áskoranir, bæði í lífinu og sálinni. „Ljós getur ekki verið til eitt í tómarúmi og myrkrið þrífst ekki án ljóss.“ Myndirnar og myndbrotin eiga það sameiginlegt að bera með sér myrkur vetrarins í bland við ljósadýrð jólaljósanna. Á myndunum má meðal annars sjá fallega skreytta kirkjugarða og hráa náttúrufegurð landsins sem Saga og Ágúst ná að sýna á einstakan hátt í herferðinni. Hér að neðan má sjá myndbandið í fullri lengd. View this post on Instagram Photographer Saga Sig shares the significance of light in Icelandic Christmas tradition. Shot on iPhone XR 12.21 - 24, 2018 by Saga Sig and August Jakobsson. A post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 2:00pm PST Apple Jól Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur birt fallegt jólamyndband og myndir á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson. Myndirnar, sem allar eru teknar á iPhone síma, eru teknar á Íslandi og fanga svipmyndir jólanna hér á landi í fallegu myndbandi. Myndbandið heitir „Icelandic Winter Lights“ eða Íslensk vetrarljós og segir frá þeirri hefð Íslendinga að heiðra minningu ástvina yfir jólatímann. Þar kemur fram að við Íslendingar höfum lært að lifa í myrkrinu og náttúrunni, talað um trú okkar á álfa og huldufólk sem og þá sterku trú á að ástvinir lifi áfram með okkur eftir dauðann. View this post on InstagramA post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 12:52pm PST„Í þeim skilningi er hægt að segja að dauðinn sigri ekki, og þótt að skammdegið geti verið notalegt þegar við hittumst þá komum við saman með ljós í hjartanu.“ Sögumaður myndbandsins segir frá því að faðir hennar hafi eitt sinn sagt að myrkrið geri okkur betur í stakk búinn til þess að takast á við erfiðar áskoranir, bæði í lífinu og sálinni. „Ljós getur ekki verið til eitt í tómarúmi og myrkrið þrífst ekki án ljóss.“ Myndirnar og myndbrotin eiga það sameiginlegt að bera með sér myrkur vetrarins í bland við ljósadýrð jólaljósanna. Á myndunum má meðal annars sjá fallega skreytta kirkjugarða og hráa náttúrufegurð landsins sem Saga og Ágúst ná að sýna á einstakan hátt í herferðinni. Hér að neðan má sjá myndbandið í fullri lengd. View this post on Instagram Photographer Saga Sig shares the significance of light in Icelandic Christmas tradition. Shot on iPhone XR 12.21 - 24, 2018 by Saga Sig and August Jakobsson. A post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 2:00pm PST
Apple Jól Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira