Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 15:30 Steinninn er óþjáll, 180 kíló að þyngd en fagmannlega var að því staðið að nema hann á brott. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
„Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira