Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 18:05 Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í haust. Fréttablaðið/Pjetur Milli tuttugu og þrjátíu verður sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun fyrir næstu mánaðarmót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, í samtali við Vísi. Hann segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að mæta niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna í heildina, líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. Sigurður segir að kröfur stjórnvalda um hagræðingu hafi komið sér að hluta á óvart. Bæði dregur úr fjárveitingum og minnkandi framlagi úr svokölluðum Verkefnasjóði sjávarútvegsins. „Við áttum von á almennri hagræðingarkröfu, eins og verið hefur síðustu ár, en ekki þessum trakteringum,“ segir Sigurður.Milli 20 og 30 sagt upp Um 200 manns starfa hjá Hafró. Flestir séu starfsmennirnir í Reykjavík, um hundrað, og þá eru tvær áhafnir á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um fjörutíu manns í heildina. Þá eru starfsmenn á Akureyri, Grindavík, Hvanneyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd og Vestmannaeyjum.Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Mynd/HafróVarðandi uppsagnir segir Sigurður að mestu muni muna um fækkun áhafnarmeðlima þar sem öðru rannsóknaskipinu verði lagt. Þó þurfi einnig að segja upp fólki í landi.Þungt hljóð í starfsfólki Sigurður segir að starfsfólki hafi verið greint frá stöðunni á starfsmannafundi á mánudag. Einstaka starfsfólki hafi enn ekki verið sagt upp. „En við erum náttúrulega búin að upplýsa okkar fólk jafnóðum. Um leið og við getum.“Hvernig er hljóðið í starfsfólki?„Ég þarf náttúrulega ekkert að segja þér það. Það er þungt. Að sjálfsögðu.“Með tilliti til stöðunnar, hvernig mun ykkur ganga að sinna ykkar skilgreinda hlutverki?„Þetta hefur mjög ill áhrif á það. Við munum eiginlega alls ekki getað sinnt okkar hlutverki. Það vantar talsvert í það,“ segir Sigurður. Akureyri Grindavík Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Milli tuttugu og þrjátíu verður sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun fyrir næstu mánaðarmót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, í samtali við Vísi. Hann segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að mæta niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna í heildina, líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. Sigurður segir að kröfur stjórnvalda um hagræðingu hafi komið sér að hluta á óvart. Bæði dregur úr fjárveitingum og minnkandi framlagi úr svokölluðum Verkefnasjóði sjávarútvegsins. „Við áttum von á almennri hagræðingarkröfu, eins og verið hefur síðustu ár, en ekki þessum trakteringum,“ segir Sigurður.Milli 20 og 30 sagt upp Um 200 manns starfa hjá Hafró. Flestir séu starfsmennirnir í Reykjavík, um hundrað, og þá eru tvær áhafnir á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um fjörutíu manns í heildina. Þá eru starfsmenn á Akureyri, Grindavík, Hvanneyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd og Vestmannaeyjum.Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Mynd/HafróVarðandi uppsagnir segir Sigurður að mestu muni muna um fækkun áhafnarmeðlima þar sem öðru rannsóknaskipinu verði lagt. Þó þurfi einnig að segja upp fólki í landi.Þungt hljóð í starfsfólki Sigurður segir að starfsfólki hafi verið greint frá stöðunni á starfsmannafundi á mánudag. Einstaka starfsfólki hafi enn ekki verið sagt upp. „En við erum náttúrulega búin að upplýsa okkar fólk jafnóðum. Um leið og við getum.“Hvernig er hljóðið í starfsfólki?„Ég þarf náttúrulega ekkert að segja þér það. Það er þungt. Að sjálfsögðu.“Með tilliti til stöðunnar, hvernig mun ykkur ganga að sinna ykkar skilgreinda hlutverki?„Þetta hefur mjög ill áhrif á það. Við munum eiginlega alls ekki getað sinnt okkar hlutverki. Það vantar talsvert í það,“ segir Sigurður.
Akureyri Grindavík Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira