Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 15:43 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/samsett mynd Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, stofnandi WOW, sendi skuldabréfaeigendum í dag og nálgast má á tilkynningarsíðu flugfélagsins.Þar kemur jafnframt fram að „nákvæm upphæð fjárfestingarinnar“ muni ráðast af fjárþörf WOW meðan verið er að snúa rekstri flugfélagsins við. Það sé einbeittur vilji Indigo Partners að fjármagna WOW með fullnægjandi hætti meðan á þessu ferli stendur - „eins og þau hafa gert áður í öðrum árangursríkum fjárfestingum þeirra í fluggeiranum,“ áður en vísað er til flugfélaganna Wizz Air, Volaris og Frontier Airlines í þessu samhengi.Farsælast fyrir framtíðina Víkur Skúli þá sögunni að fyrrnefndu tíu ára láni og segir hann að vextir af láninu verði greiddir árlega, annað hvort peningum eða gegn PIK-skilmálum. (Payment In Kind). Höfuðstóll og áunnir vextir verði greiddir í lok lánstímans. Upphaflegur hlutur Indigo Partners í WOW verði 49 prósent, nema félagið hyggist nýta sér fyrrnefndan breytirétt. Þá gæti eignarhluturinn orðið meiri, en það ráðist af reglum um alþjóðlegt eignarhald. Þá standi enn yfir viðræður um hver staða skuldabréfaeiganda WOW skuli verða eftir endurskipulagninguna. Þannig komi til greina að breyta kröfum þeirra í hlutabréf í flugfélaginu, áður en Indigo ræðst í fjárfestingu sína. Skúli hnykkir að sama skapi á því sem fram kom í fyrri tilkyningunum. Ef af fjárfestingu Indigo á að verða þurfi skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Atkvæðagreiðsla skuldabréfaeiganda um tillögurnar lýkur 17. janúar og vinna við áreiðanleikakönnun stendur enn yfir. Að þessu sögðu er það mat Skúla og annarra hjá WOW að þetta sé besta leiðin til að tryggja hagsmuni flugfélagsins og aðstandenda þess til lengri tíma. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, stofnandi WOW, sendi skuldabréfaeigendum í dag og nálgast má á tilkynningarsíðu flugfélagsins.Þar kemur jafnframt fram að „nákvæm upphæð fjárfestingarinnar“ muni ráðast af fjárþörf WOW meðan verið er að snúa rekstri flugfélagsins við. Það sé einbeittur vilji Indigo Partners að fjármagna WOW með fullnægjandi hætti meðan á þessu ferli stendur - „eins og þau hafa gert áður í öðrum árangursríkum fjárfestingum þeirra í fluggeiranum,“ áður en vísað er til flugfélaganna Wizz Air, Volaris og Frontier Airlines í þessu samhengi.Farsælast fyrir framtíðina Víkur Skúli þá sögunni að fyrrnefndu tíu ára láni og segir hann að vextir af láninu verði greiddir árlega, annað hvort peningum eða gegn PIK-skilmálum. (Payment In Kind). Höfuðstóll og áunnir vextir verði greiddir í lok lánstímans. Upphaflegur hlutur Indigo Partners í WOW verði 49 prósent, nema félagið hyggist nýta sér fyrrnefndan breytirétt. Þá gæti eignarhluturinn orðið meiri, en það ráðist af reglum um alþjóðlegt eignarhald. Þá standi enn yfir viðræður um hver staða skuldabréfaeiganda WOW skuli verða eftir endurskipulagninguna. Þannig komi til greina að breyta kröfum þeirra í hlutabréf í flugfélaginu, áður en Indigo ræðst í fjárfestingu sína. Skúli hnykkir að sama skapi á því sem fram kom í fyrri tilkyningunum. Ef af fjárfestingu Indigo á að verða þurfi skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Atkvæðagreiðsla skuldabréfaeiganda um tillögurnar lýkur 17. janúar og vinna við áreiðanleikakönnun stendur enn yfir. Að þessu sögðu er það mat Skúla og annarra hjá WOW að þetta sé besta leiðin til að tryggja hagsmuni flugfélagsins og aðstandenda þess til lengri tíma.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30