Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 11:11 Á meðan flest ríki heims reyna að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda greiðir ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta götu kolaframleiðenda og orkuvera. Vísir/Getty Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00