Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er orðin amma en sonur hennar Sindri Eldon eignaðist sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni Morgan Johnson á laugardaginn.
Frá þessu greinir DV en Björk á tvö börn þau Sindra Eldon og Ísadóru Bjarkardóttur Barney.
Björk hefur í áraraðir verið ein allra vinsælasti listamaður heims og er líklega okkar helsta stjarna á alþjóðlegum vettvangi.
Sindri og Morgan eru búsett saman í Seattle og er fjölskyldan orðin þriggja manna í dag.
