Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 22:59 Fiskistofa svipti Kleifarberg veiðileyfi í þrjá mánuði. Vísir/Eyþór Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“ Sjávarútvegur Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“
Sjávarútvegur Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira