Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. janúar 2019 08:00 Henry Cejudo og T.J. Dillashaw í skrautlegum klæðnaði á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. Ríkjandi bantamvigtarmeistari (61 kg), T.J. Dillashaw, fer niður í fluguvigt (57 kg) og skorar á meistarann Henry Cejudo. Aðeins þremur keppendum hefur tekist að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC og ætlar Dillashaw að verða sá fjórði. Árið 2018 var ár ofurbardaganna enda urðu þau Daniel Cormier og Amanda Nunes tvöfaldir meistarar á síðasta ári en fram að því hafði aðeins Conor McGregor leikið það eftir. Dillashaw þurfti að leggja mikið á sig til að geta komið sér niður í 125 pundin. Dillashaw náði tilsettri þyngd í gær og sagði að niðurskurðurinn hefði verið gífurlega vísindalega undirbúinn. Hann var eðlilega grennri og meira skorinn en oft áður en Dillashaw leit ekki út fyrir að vera þjáður og skraufþurr í vigtuninni í gær. Fluguvigtin í UFC hefur oft átt undir högg að sækja og ekki alltaf fengið náð fyrir augum bardagaaðdáenda. Nokkrir bardagamenn í fluguvigtinni hafa fengið sparkið á síðustu mánuðum og fengið þau skilaboð að UFC ætli að leggja niður þyngdarflokkinn. Demetrious Johnson var fyrsti og eini meistarinn í sögu þyngdarflokkins í UFC þar til Henry Cejudo sigraði hann í fyrra. Nú er talið að ef Dillashaw vinni fluguvigtarbeltið verði flokkurinn hreinlega lagður niður í UFC. Henry Cejudo er því ekki bara að verja sinn titil heldur mögulega að verja starfsöryggi kollega í þyngdarflokknum. Á blaðamannafundinum á fimmtudaginn mætti Cejudo með gervisnák en Dillashaw var kallaður „snákur í grasinu“ af Conor McGregor og svikari. Dillashaw hefur aftur á móti tekið þessu viðurnefni opnum örmum og er kennimerki hans í dag snákur. Cejudo tók gervisnák úr poka og lamdi honum í gólfið til marks um hvað hann ætli sér að gera við Dillashaw í kvöld. Menn fara greinilega sínar leiðir til að vekja athygli. Bardagakvöldið í kvöld markar nýtt upphaf hjá UFC í Bandaríkjunum en það verður það fyrsta sem sýnt verður á ESPN sjónvarpsstöðinni. Fyrrum NFL-maðurinn Greg Hardy er í næstsíðasta bardaga kvöldsins þrátt fyrir að vera aðeins að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC. Kvöldið er hlaðið skemmtilegum bardögum og verður sýnt í beinni á Stöð 2 Sport kl. 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. Ríkjandi bantamvigtarmeistari (61 kg), T.J. Dillashaw, fer niður í fluguvigt (57 kg) og skorar á meistarann Henry Cejudo. Aðeins þremur keppendum hefur tekist að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC og ætlar Dillashaw að verða sá fjórði. Árið 2018 var ár ofurbardaganna enda urðu þau Daniel Cormier og Amanda Nunes tvöfaldir meistarar á síðasta ári en fram að því hafði aðeins Conor McGregor leikið það eftir. Dillashaw þurfti að leggja mikið á sig til að geta komið sér niður í 125 pundin. Dillashaw náði tilsettri þyngd í gær og sagði að niðurskurðurinn hefði verið gífurlega vísindalega undirbúinn. Hann var eðlilega grennri og meira skorinn en oft áður en Dillashaw leit ekki út fyrir að vera þjáður og skraufþurr í vigtuninni í gær. Fluguvigtin í UFC hefur oft átt undir högg að sækja og ekki alltaf fengið náð fyrir augum bardagaaðdáenda. Nokkrir bardagamenn í fluguvigtinni hafa fengið sparkið á síðustu mánuðum og fengið þau skilaboð að UFC ætli að leggja niður þyngdarflokkinn. Demetrious Johnson var fyrsti og eini meistarinn í sögu þyngdarflokkins í UFC þar til Henry Cejudo sigraði hann í fyrra. Nú er talið að ef Dillashaw vinni fluguvigtarbeltið verði flokkurinn hreinlega lagður niður í UFC. Henry Cejudo er því ekki bara að verja sinn titil heldur mögulega að verja starfsöryggi kollega í þyngdarflokknum. Á blaðamannafundinum á fimmtudaginn mætti Cejudo með gervisnák en Dillashaw var kallaður „snákur í grasinu“ af Conor McGregor og svikari. Dillashaw hefur aftur á móti tekið þessu viðurnefni opnum örmum og er kennimerki hans í dag snákur. Cejudo tók gervisnák úr poka og lamdi honum í gólfið til marks um hvað hann ætli sér að gera við Dillashaw í kvöld. Menn fara greinilega sínar leiðir til að vekja athygli. Bardagakvöldið í kvöld markar nýtt upphaf hjá UFC í Bandaríkjunum en það verður það fyrsta sem sýnt verður á ESPN sjónvarpsstöðinni. Fyrrum NFL-maðurinn Greg Hardy er í næstsíðasta bardaga kvöldsins þrátt fyrir að vera aðeins að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC. Kvöldið er hlaðið skemmtilegum bardögum og verður sýnt í beinni á Stöð 2 Sport kl. 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45