Að breyta í verki Sandra Hlíf Ocares skrifar 17. janúar 2019 07:00 Árið 2010 var samþykkt breyting á hlutafélagalöggjöfinni sem fól það í sér að hlutafélögum af ákveðinni stærð væri skylt að hafa að minnsta kosti 40% hlutfall hvors kyns í stjórninni. Auðvitað var tilgangur laganna sá að rétta hlut kvenna sem um árabil hafa borið skertan hlut frá borði hvað varðar ábyrgðarstöður, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Um það er ekki deilt, né það að æskilegt sé að leiðrétta þetta sögulega óréttlæti. Hættan við löggjöf af þessu tagi er þó sú að áhrifafólk líti á skilyrði um kynjakvóta sem einhvers konar box til að haka í. Í tilfelli kynjakvóta í stjórnum hefur birtingarmyndin gjarnan orðið sú að leita þarf logandi ljósi að konum til að bjóða sig fram til stjórnarkjörs. Í slíku umhverfi vill bregða við að ávallt sé litið til sömu kvennanna. Þeirra sem eru á réttum aldri, hafa réttu samböndin og réttu „reynsluna“. Gallinn er bara sá að ef einungis er litið til þessara mælikvarða er búin til óyfirstíganleg hindrun gagnvart eðlilegri endurnýjun. Hvernig á annars að öðlast þessa margumtöluðu reynslu þegar tækifærin eru af svo skornum skammti? Nú hafa í mörgum félögum verið settar á laggirnar tilnefningarnefndir sem að einhverju leyti auka þessi tækifæri kvenna til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Tilgangur nefndanna er að auka faglegt mat á hæfni þeirra sem bjóða sig fram til stjórnarsetu sem og að leggja til bestu samsetningu stjórnar út frá fyrir fram skilgreindum mælikvörðum. Þessar nefndir verða vonandi til þess að opna dyr fyrir fleiri aðila að koma að borðinu í stjórnarkjörum. Til þess að slíkar nefndir njóti trúverðugleika og þjóni tilgangi sínum þurfa þær að skila frá sér vinnu sem er raunverulega rökstudd með tilliti til bestu samsetningar stjórnar með hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi. Reynslan mun vonandi sýna okkur að þessar nefndir þjóni raunverulega tilgangi sínum en verði ekki enn eitt boxið til að tikka í. Annað atriði má svo nefna, sem stendur okkur konum nær að leiðrétta, og það er sú staðreynd að við konur mættum vera duglegri við að bjóða fram krafta okkar til stjórnarsetu. Hafa dug og þor til að vera dæmdar af verðleikum okkar og hæfni. Þannig breytum við kerfinu, og þeirri kerfislægu hugsun að þátttaka kvenna í stjórnum sé einfaldlega box til að tikka í. Það er beinlínis nauðsynlegt að samkeppni sé um stjórnarstöður meðal kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sandra Hlíf Ocares Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2010 var samþykkt breyting á hlutafélagalöggjöfinni sem fól það í sér að hlutafélögum af ákveðinni stærð væri skylt að hafa að minnsta kosti 40% hlutfall hvors kyns í stjórninni. Auðvitað var tilgangur laganna sá að rétta hlut kvenna sem um árabil hafa borið skertan hlut frá borði hvað varðar ábyrgðarstöður, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Um það er ekki deilt, né það að æskilegt sé að leiðrétta þetta sögulega óréttlæti. Hættan við löggjöf af þessu tagi er þó sú að áhrifafólk líti á skilyrði um kynjakvóta sem einhvers konar box til að haka í. Í tilfelli kynjakvóta í stjórnum hefur birtingarmyndin gjarnan orðið sú að leita þarf logandi ljósi að konum til að bjóða sig fram til stjórnarkjörs. Í slíku umhverfi vill bregða við að ávallt sé litið til sömu kvennanna. Þeirra sem eru á réttum aldri, hafa réttu samböndin og réttu „reynsluna“. Gallinn er bara sá að ef einungis er litið til þessara mælikvarða er búin til óyfirstíganleg hindrun gagnvart eðlilegri endurnýjun. Hvernig á annars að öðlast þessa margumtöluðu reynslu þegar tækifærin eru af svo skornum skammti? Nú hafa í mörgum félögum verið settar á laggirnar tilnefningarnefndir sem að einhverju leyti auka þessi tækifæri kvenna til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Tilgangur nefndanna er að auka faglegt mat á hæfni þeirra sem bjóða sig fram til stjórnarsetu sem og að leggja til bestu samsetningu stjórnar út frá fyrir fram skilgreindum mælikvörðum. Þessar nefndir verða vonandi til þess að opna dyr fyrir fleiri aðila að koma að borðinu í stjórnarkjörum. Til þess að slíkar nefndir njóti trúverðugleika og þjóni tilgangi sínum þurfa þær að skila frá sér vinnu sem er raunverulega rökstudd með tilliti til bestu samsetningar stjórnar með hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi. Reynslan mun vonandi sýna okkur að þessar nefndir þjóni raunverulega tilgangi sínum en verði ekki enn eitt boxið til að tikka í. Annað atriði má svo nefna, sem stendur okkur konum nær að leiðrétta, og það er sú staðreynd að við konur mættum vera duglegri við að bjóða fram krafta okkar til stjórnarsetu. Hafa dug og þor til að vera dæmdar af verðleikum okkar og hæfni. Þannig breytum við kerfinu, og þeirri kerfislægu hugsun að þátttaka kvenna í stjórnum sé einfaldlega box til að tikka í. Það er beinlínis nauðsynlegt að samkeppni sé um stjórnarstöður meðal kvenna.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun