Hallur Hallsson sækir um hjá Eflingu Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 13:17 Hallur hefur óvænt stigið fram sem stuðningsmaður Eflingar og hefur sótt um stöðu kynningarstjóra. Milli hans og Önnu Sólveigar er félagi Halls, Jón Kristinn Snæhólm úr þættinum Hrafnaþing. fbl/brink/visir/jbg Hallur Hallsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður greinir frá því að hann sé meðal umsækjenda um stöðu kynningarstjóra Eflingar. Umsóknin kemur á óvart. Hallur er á seinni árum og einkum kunnur af því að tilheyra þríeykinu Ingva Hrafni Jónssyni og Jóni Kristni Snæhólm í sjónvarpsþættinum Hrafnaþingi, sem nýverið hóf aftur göngu sína nú á sjónvarpi mbl.is eftir hlé. Þeir þremenningar eru grjótharðir hægri menn meðan hin nýja verkalýðsforysta hlýtur að teljast vel til vinstri. En, ef marka má Hall setur hann það ekki fyrir sig nema síður sé. Viðist telja þá staðreynd bitamun en ekki fjár. Hann telur sig reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera sem ætti að styrkja stöðu hans í umsóknarferlinu. „Ásamt ýmsum pr-verkenum sem meðal annars birtust í hnotskurn á forsíðu DV fyrir margt löngu síðan undir fyrirsögninni „Kraftaverkamaðurinn“ fylgdi umsókn minni að ég hefði skrifað "Þeir létu Dæluna ganga,". Í bókinni er umfjöllun um Héðinn Valdimarsson, fyrsta formann Dagsbrúnar og stofnanda Olís. Einnig sagði ég þeim frá vináttu mína við Guðmund jaka Guðmundsson; samskiptum mínum við Óla Kr. Sigurðsson í Olís sem dreymdi um að feta í fótspor Héðins og æskuvinur minn Sigurður Bessason væri tilbúinn að gefa mér meðmæli,“ segir Hallur á Facebooksíðu sinni og kvartar undan því að hafa ekkert heyrt frá Capacent. Sigurður Bessason er fyrrverandi formaður Eflingar en kandídat hans og gömlu forystunnar mátti lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá lætur Hallur þess ógetið að nýverið kom fram í fréttum að hann hafi þegið milljónir í greiðslur frá Jónasi Garðarssyni og þeim hjá Sjómannafélagi Íslands fyrir ritun sögu þess umdeilda félags. Að sögn Sólveigar Önnu er ekki búið að ráða í stöðuna en það stendur til. Hún gat ekki sagt til um það hvenær nákvæmlega né hversu margir hafa sótt um. „Þetta er í skoðun.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Hallur Hallsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður greinir frá því að hann sé meðal umsækjenda um stöðu kynningarstjóra Eflingar. Umsóknin kemur á óvart. Hallur er á seinni árum og einkum kunnur af því að tilheyra þríeykinu Ingva Hrafni Jónssyni og Jóni Kristni Snæhólm í sjónvarpsþættinum Hrafnaþingi, sem nýverið hóf aftur göngu sína nú á sjónvarpi mbl.is eftir hlé. Þeir þremenningar eru grjótharðir hægri menn meðan hin nýja verkalýðsforysta hlýtur að teljast vel til vinstri. En, ef marka má Hall setur hann það ekki fyrir sig nema síður sé. Viðist telja þá staðreynd bitamun en ekki fjár. Hann telur sig reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera sem ætti að styrkja stöðu hans í umsóknarferlinu. „Ásamt ýmsum pr-verkenum sem meðal annars birtust í hnotskurn á forsíðu DV fyrir margt löngu síðan undir fyrirsögninni „Kraftaverkamaðurinn“ fylgdi umsókn minni að ég hefði skrifað "Þeir létu Dæluna ganga,". Í bókinni er umfjöllun um Héðinn Valdimarsson, fyrsta formann Dagsbrúnar og stofnanda Olís. Einnig sagði ég þeim frá vináttu mína við Guðmund jaka Guðmundsson; samskiptum mínum við Óla Kr. Sigurðsson í Olís sem dreymdi um að feta í fótspor Héðins og æskuvinur minn Sigurður Bessason væri tilbúinn að gefa mér meðmæli,“ segir Hallur á Facebooksíðu sinni og kvartar undan því að hafa ekkert heyrt frá Capacent. Sigurður Bessason er fyrrverandi formaður Eflingar en kandídat hans og gömlu forystunnar mátti lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá lætur Hallur þess ógetið að nýverið kom fram í fréttum að hann hafi þegið milljónir í greiðslur frá Jónasi Garðarssyni og þeim hjá Sjómannafélagi Íslands fyrir ritun sögu þess umdeilda félags. Að sögn Sólveigar Önnu er ekki búið að ráða í stöðuna en það stendur til. Hún gat ekki sagt til um það hvenær nákvæmlega né hversu margir hafa sótt um. „Þetta er í skoðun.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira