Aðildarfyrirtæki Landssambands fiskeldisstöðva (LF) hafa tekið ákvörðun um að óska eftir aðild að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Ákvörðun þessa efnis var tekin á auka aðalfundi LF í síðasta mánuði.
Í tilkynningu frá SFS segir að jafnframt hafi verið ákveðið að leggja niður daglega starfsemi LF og verði henni framvegis verða sinnt af SFS. Einnig segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og stjórnarformaður í LF, verði hluti af teymi SFS og sinni þar verkefnum er snúa að fiskeldismálum.
Haft er eftir Einari K. Guðfinnsyni að það hafi verið mikil uppbygging í fiskeldi á undanförnum árum og verkefnin sem þurfi að leysa úr séu orðin umfangsmeiri og kannski að sumu leyti flóknari en áður. „Ég tel þetta því rökrétt skref í þróun samtakanna og fiskeldis á Íslandi, að verða hluti af samtökum sem byggjast á gömlum grunni. Laxeldi hefur alla burði til þess að verða undirstöðuatvinnugrein á Íslandi á sama hátt og sjávarútvegurinn hefur verið um langt skeið og verða þar með enn ein stoðin undir efnahagslegri hagsæld Íslendinga. Að því munum við vinna,“ segir Einar.
Þá er haft eftir Jens Garðari Helgasyni, formaður stjórnar SFS, að hann fagni komu fiskeldis í samtökin. Nokkur fyrirtæki í fiskeldi hafi um alllangt skeið verið félagsmenn í SFS og styrkur sé að því að fjölga þeim. „Næstu vikur og mánuðir fara í að samþætta starfsemina undir hatti SFS og ég vonast til þess að þeirri vinnu verði lokið fyrir sumarið.“
Einar K. og fiskeldisfyrirtæki til SFS
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent