Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 17:32 Þjóðgarðar eru á meðal þess hefur verið lokað vegna deilunnar um múrinn. Vísir/EPA Ekkert samkomulag er í sjónmáli sem gæti opnað þriðjung bandarískra alríkisstofnana sem hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir landamæramúr. Aldrei fyrr hafa ríkisstofnanir verið lokaðar eins lengi og nú. Hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna hafa setið heima eða unnið launalaust frá því á miðnætti á föstudag fyrir jól. Trump forseti hafði þá hótað að synja frumvörpum staðfestingar sem repúblikanar og demókratar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna tímabundið áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki að finna rúmlega fimm milljarða dollara framlag til múrsins sem forsetinn vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Lokunin er nú á tuttugasta og öðrum degi. Fyrra metið var 21 dagur sem alríkisstofnanir lokuðu frá 1995 til 1996 í forsetatíð Bills Clinton, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ýmsir ríkisstarfsmenn, þar á meðal fangaverðir, flugvallarstarfsmenn og alríkislögreglumenn, hafa nú misst af fyrstu launagreiðslu ársins. Í fyrri lokunum af þessu tagi hafa starfsmenn fengið laun greidd aftur í tímann. Óljóst er þó hvað verður um verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir alríkisstjórnina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Ekkert samkomulag er í sjónmáli sem gæti opnað þriðjung bandarískra alríkisstofnana sem hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir landamæramúr. Aldrei fyrr hafa ríkisstofnanir verið lokaðar eins lengi og nú. Hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna hafa setið heima eða unnið launalaust frá því á miðnætti á föstudag fyrir jól. Trump forseti hafði þá hótað að synja frumvörpum staðfestingar sem repúblikanar og demókratar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna tímabundið áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki að finna rúmlega fimm milljarða dollara framlag til múrsins sem forsetinn vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Lokunin er nú á tuttugasta og öðrum degi. Fyrra metið var 21 dagur sem alríkisstofnanir lokuðu frá 1995 til 1996 í forsetatíð Bills Clinton, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ýmsir ríkisstarfsmenn, þar á meðal fangaverðir, flugvallarstarfsmenn og alríkislögreglumenn, hafa nú misst af fyrstu launagreiðslu ársins. Í fyrri lokunum af þessu tagi hafa starfsmenn fengið laun greidd aftur í tímann. Óljóst er þó hvað verður um verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir alríkisstjórnina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19
Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00