Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Fiskistofa taldi útgerðina hafa ávinning af brotunum. Fréttablaðið/Anton Sjávarútvegsráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að hneppa Kleifaberg RE-70 í 12 vikna veiðistöðvun vegna meints brottkasts afla við veiðar. Frestun réttaráhrifa nær til 15. apríl næstkomandi. Það þýðir að Kleifabergið, sem átti að fara í veiðibann frá 4. febrúar, mun geta haldið áfram veiðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun ný áhöfn fara um borð annað kvöld og sigla norður í Barentshaf en þar munu þeir veiða á rúmum þrjátíu dögum um 1.200 tonn af þorski ásamt meðafla. Þann fjórða janúar svipti Fiskistofa Kleifabergið veiðileyfi vegna rannsóknar hennar á brottkasti. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV,“ sagði Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, þegar svipting veiðileyfisins var gerð opinber í Fréttablaðinu.Eyþór Björnsson FiskistofustjóriFiskistofa taldi að útgerðin hafi haft ávinning af þessum brotum með því að kasta fyrir borð fiski sem annars tefði vinnslu um borð. „Eins og atvikum er lýst verður að ganga út frá því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða,“ segir í ákvörðuninni og segja þeir miklu magni af fiski hafa verið hent með vitund og eftir fyrirmælum skipstjóra. Þann tíunda janúar síðastliðinn barst ráðuneytinu kæra Brims á ákvörðun Fiskistofu. Meðal annars er í kærunni bent á að andmælaréttur fyrirtækisins hafi verið brotinn gróflega af Fiskistofu og að rannsókn stofnunarinnar hafi verið ámælisverð. Veiðileyfissvipting Fiskistofu er talin hafa getað rýrt tekjur Brims um milljarða og 12 vikna veiðistöðvun skipsins á þessum tíma hefði þýtt um sjö milljóna króna tekjumissi fyrir háseta á skipinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var óánægja með að svo stór ákvörðun Fiskistofu hafi verið tekin án þess að rætt hafi verið við forsvarsmenn skipsins og þeir fengið að segja skoðun sína. „Svipting á veiðileyfi er ekki tekin út í loftið og er byggð á gögnum málsins,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. „Ákvörðun um frestun réttaráhrifa veiðileyfasviptingarinnar er ákvörðun ráðuneytisins og ég hef enga sérstaka skoðun á henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Sjávarútvegsráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að hneppa Kleifaberg RE-70 í 12 vikna veiðistöðvun vegna meints brottkasts afla við veiðar. Frestun réttaráhrifa nær til 15. apríl næstkomandi. Það þýðir að Kleifabergið, sem átti að fara í veiðibann frá 4. febrúar, mun geta haldið áfram veiðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun ný áhöfn fara um borð annað kvöld og sigla norður í Barentshaf en þar munu þeir veiða á rúmum þrjátíu dögum um 1.200 tonn af þorski ásamt meðafla. Þann fjórða janúar svipti Fiskistofa Kleifabergið veiðileyfi vegna rannsóknar hennar á brottkasti. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV,“ sagði Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, þegar svipting veiðileyfisins var gerð opinber í Fréttablaðinu.Eyþór Björnsson FiskistofustjóriFiskistofa taldi að útgerðin hafi haft ávinning af þessum brotum með því að kasta fyrir borð fiski sem annars tefði vinnslu um borð. „Eins og atvikum er lýst verður að ganga út frá því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða,“ segir í ákvörðuninni og segja þeir miklu magni af fiski hafa verið hent með vitund og eftir fyrirmælum skipstjóra. Þann tíunda janúar síðastliðinn barst ráðuneytinu kæra Brims á ákvörðun Fiskistofu. Meðal annars er í kærunni bent á að andmælaréttur fyrirtækisins hafi verið brotinn gróflega af Fiskistofu og að rannsókn stofnunarinnar hafi verið ámælisverð. Veiðileyfissvipting Fiskistofu er talin hafa getað rýrt tekjur Brims um milljarða og 12 vikna veiðistöðvun skipsins á þessum tíma hefði þýtt um sjö milljóna króna tekjumissi fyrir háseta á skipinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var óánægja með að svo stór ákvörðun Fiskistofu hafi verið tekin án þess að rætt hafi verið við forsvarsmenn skipsins og þeir fengið að segja skoðun sína. „Svipting á veiðileyfi er ekki tekin út í loftið og er byggð á gögnum málsins,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. „Ákvörðun um frestun réttaráhrifa veiðileyfasviptingarinnar er ákvörðun ráðuneytisins og ég hef enga sérstaka skoðun á henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59