Siðanefndin Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Sjaldgæft er að nefndarstarf fangi athygli almennings. Á þessu eru þó undantekningar, siðanefnd Alþingis er lent í hringiðu umræðunnar, áður en hún hefur tekið til starfa. Reyndar er vandræðagangur Alþingis við að koma málum til siðanefndarinnar algert bíó, hef kveikt á Alþingisrásinni, kók og popp með. En hvert er hlutverk og tilgangur siðanefndarinnar? Hún hefur ekkert vald til að gera eitt eða neitt, eina sem hún á að gera er að taka afstöðu til þess hvort þingmenn hagi sér siðlega. En fyrir hvern er sú niðurstaða fengin? Er það virkilega svo að kjósendur þurfi sérstaka fræðinganefnd til að finna út úr því hvort t.d. siðlaust fyllirísraus þingmanna á bar sé siðlaust eða ekki? Ég held að almenningur sé fullfær um að leggja mat á siðferði þingmanna og láta skoðun sína í ljós í kosningum. Þetta er hluti af því sem í daglegu tali er kallað lýðræði og það þarf enga nefnd á vegum Alþingis til að útskýra siðferði fyrir almenningi. Siðferði sérfræðinganna er hvorki dýpra né merkilegra en siðferðisvitund almennings. En það verður samt spennandi að fylgjast með störfum siðanefndarinnar. Mun hún t.d. komast að þeirri niðurstöðu að almennt séð hafi Klausturstalið verið ósiðlegt eða mun nefndin fara yfir einstök ummæli og meta þau sérstaklega? Þetta skiptir máli því nú liggur fyrir krafa um að siðanefndin taki á því hvort þingmenn Pírata megi þjófkenna aðra þingmenn, má segja þjófur? Kannski birtir nefndin lista yfir þau orð sem þingmenn mega ekki nota hverjir um aðra á opinberum vettvangi. Það yrði áhugavert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Sjaldgæft er að nefndarstarf fangi athygli almennings. Á þessu eru þó undantekningar, siðanefnd Alþingis er lent í hringiðu umræðunnar, áður en hún hefur tekið til starfa. Reyndar er vandræðagangur Alþingis við að koma málum til siðanefndarinnar algert bíó, hef kveikt á Alþingisrásinni, kók og popp með. En hvert er hlutverk og tilgangur siðanefndarinnar? Hún hefur ekkert vald til að gera eitt eða neitt, eina sem hún á að gera er að taka afstöðu til þess hvort þingmenn hagi sér siðlega. En fyrir hvern er sú niðurstaða fengin? Er það virkilega svo að kjósendur þurfi sérstaka fræðinganefnd til að finna út úr því hvort t.d. siðlaust fyllirísraus þingmanna á bar sé siðlaust eða ekki? Ég held að almenningur sé fullfær um að leggja mat á siðferði þingmanna og láta skoðun sína í ljós í kosningum. Þetta er hluti af því sem í daglegu tali er kallað lýðræði og það þarf enga nefnd á vegum Alþingis til að útskýra siðferði fyrir almenningi. Siðferði sérfræðinganna er hvorki dýpra né merkilegra en siðferðisvitund almennings. En það verður samt spennandi að fylgjast með störfum siðanefndarinnar. Mun hún t.d. komast að þeirri niðurstöðu að almennt séð hafi Klausturstalið verið ósiðlegt eða mun nefndin fara yfir einstök ummæli og meta þau sérstaklega? Þetta skiptir máli því nú liggur fyrir krafa um að siðanefndin taki á því hvort þingmenn Pírata megi þjófkenna aðra þingmenn, má segja þjófur? Kannski birtir nefndin lista yfir þau orð sem þingmenn mega ekki nota hverjir um aðra á opinberum vettvangi. Það yrði áhugavert.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar