Gríska þingið samþykkti samninginn um nafnabreytingu Makedóníu Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2019 13:49 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, fagnaði niðurstöðunni í þingsal í dag. AP Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning stjórnvalda í Grikklandi og Makedóníu sem ætlað er að binda enda á 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu. 153 þingmenn á gríska þinginu greiddu atkvæði með samningnum, sem kveður á um að nafni landsins skuli breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía, en 146 greiddu atkvæði gegn. Makedónska þingið hafði áður samþykkt samninginn. Stór hluti grísku þjóðarinnar er mjög andsnúinn samningnum og mótmæltu þúsundir manna fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi.Hafa komið í veg fyrir aðild að ESB og NATO Grikkir hafa neitað að samþykkja nafnið á Makedóníu allt frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Er ástæðan sú að í Grikklandi er að finna hérað með sama nafn. Sökum þessa hafa Grikkir komið í veg fyrir allar tilraunir Makedóníumenna að ganga í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Í Grikklandi er andstaða við nafnabreytinguna mest í Makedóníu-héraði í norðurhluta Grikklands, en skoðanakannanir benda til að um 60 prósent Grikkja séu mótfallnir samningnum.Löng umræða Umræður um málið stóðu í 38 tíma í þinginu þar sem á þriðja hundrað þingmanna tóku til máls. Þingmenn hægri öfgaflokksins Gylltrar dögunar hrópuðu „Landráðamenn!“ á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir. Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía NATO Tengdar fréttir Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning stjórnvalda í Grikklandi og Makedóníu sem ætlað er að binda enda á 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu. 153 þingmenn á gríska þinginu greiddu atkvæði með samningnum, sem kveður á um að nafni landsins skuli breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía, en 146 greiddu atkvæði gegn. Makedónska þingið hafði áður samþykkt samninginn. Stór hluti grísku þjóðarinnar er mjög andsnúinn samningnum og mótmæltu þúsundir manna fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi.Hafa komið í veg fyrir aðild að ESB og NATO Grikkir hafa neitað að samþykkja nafnið á Makedóníu allt frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Er ástæðan sú að í Grikklandi er að finna hérað með sama nafn. Sökum þessa hafa Grikkir komið í veg fyrir allar tilraunir Makedóníumenna að ganga í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Í Grikklandi er andstaða við nafnabreytinguna mest í Makedóníu-héraði í norðurhluta Grikklands, en skoðanakannanir benda til að um 60 prósent Grikkja séu mótfallnir samningnum.Löng umræða Umræður um málið stóðu í 38 tíma í þinginu þar sem á þriðja hundrað þingmanna tóku til máls. Þingmenn hægri öfgaflokksins Gylltrar dögunar hrópuðu „Landráðamenn!“ á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir.
Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía NATO Tengdar fréttir Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13