Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 17:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce. Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí. „Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið. „Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru. „Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“ CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce. Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí. „Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið. „Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru. „Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira