Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið saman myndband með tíu afdrifaríkum mistökum dómaranna sem þeir segja að hafi kostað þá sigurinn. Lokaatriðið er auðvitað hinn umdeildi ruðningsdómur í lokin.
Leikinn dæmdu Martin Gjeding og Mads Hansen sem hafa verið eitt besta dómarapar heims um árabil. Gjeding hefur viðurkennt að ruðningsdómurinn í lokin hafi verið rangur.
Hér að neðan má sjá myndband Króatanna og dæmi hver fyrir sig.