Eru ekki tryggð í svona leikjum og þurfa leyfi frá félögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 17:00 Dagný Brynjarsdóttir var bandarískur háskólameistari með Florida State á sínum tíma. Mynd/Instagram/dagnybrynjars Íslenskir knattspyrnumenn- og konur fá tækifæri til að sýna sig og sanna í sérstökum sýningarleikjum sem fara fram í Fífunni í Kópavogi seinna í þessari viku en þetta hefur kallað á sérstaka yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Markmiðið hjá íslenska knattspyrnufólkinu er að vinna sér sinn skólastyrk hjá bandarískum háskólum en yfir hundrað skóla frá Bandaríkjunum munu senda fulltrúa sína til Íslands til að skoða íslenska leikmenn í þessum leikjum sem fara fram 25. og 26. janúar næstkomandi. Bandarísku þjálfararnir koma hingað til lands á vegum Soccer and Education USA sem er fyrirtæki sem þau Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir eru með. Það kemur fram í auglýsingu á Instagram síðu fyrirtækisins að margir af bestu skólunum í Bandaríkjunum ætli að senda fulltrúa til Íslands. Þar eru skólar eins og Harvard University, Columbia, Dartmouth, Boston College, Vanderbilt, Northwestern University, University of Florida og University of Maryland. Þjálfararnir eru mættir til að skoða bæði leikmenn fyrir árin 2019 og 2020 og þeir eru bæði að leita að stelpum og strákum. Það er því mikið í húfi fyrir það íslenska knattspyrnufólk sem stefnir á að vinna sér inn skólastyrk í skemmtilegum skóla á skemmtilegum stað. En þau eru líka að taka áhættu með því að taka þátt í þessum leikjum. „Samningsbundnir leikmenn þurfa að hafa heimild frá sínu félagi til að taka þátt í sýningarleikjum,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar frá Knattspyrnusambandi Íslands og þar kemur líka fram að aðildarfélögum KSÍ ber ekki að greiða kostnað sem hlýst vegna meiðsla leikmanna sem kunna að eiga sér stað í slíkum sýningarleikjum. „Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga skulu tryggingar, sem aðildarfélög ganga frá fyrir samningsbundna leikmenn sína, ná yfir slys og meiðsli við æfingar, keppni, ferðir og starf í tengslum við félagið og KSÍ. Reglugerðin kveður því ekki á um að samningsbundnir leikmenn séu tryggðir við æfingar, keppni, ferðir og starf á öðrum vettvangi,“ segir í yfirlýsingu KSÍ og þetta á líka við með endurgreiðslur úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ. „Að auki er rétt að benda á að endurgreiðslur úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ ná heldur ekki til kostnaðar sem kann að hljótast vegna meiðsla í slíkum sýningarleikjum. Íþróttaslysasjóður ÍSÍ tekur einungis til slysa við keppni á vegum íþróttafélaga svo og skipulagðar íþróttaæfingar sem haldnar eru á vegum þessara aðila, undir stjórn þjálfara með það að markmiði að taka þátt í keppni.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn- og konur fá tækifæri til að sýna sig og sanna í sérstökum sýningarleikjum sem fara fram í Fífunni í Kópavogi seinna í þessari viku en þetta hefur kallað á sérstaka yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Markmiðið hjá íslenska knattspyrnufólkinu er að vinna sér sinn skólastyrk hjá bandarískum háskólum en yfir hundrað skóla frá Bandaríkjunum munu senda fulltrúa sína til Íslands til að skoða íslenska leikmenn í þessum leikjum sem fara fram 25. og 26. janúar næstkomandi. Bandarísku þjálfararnir koma hingað til lands á vegum Soccer and Education USA sem er fyrirtæki sem þau Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir eru með. Það kemur fram í auglýsingu á Instagram síðu fyrirtækisins að margir af bestu skólunum í Bandaríkjunum ætli að senda fulltrúa til Íslands. Þar eru skólar eins og Harvard University, Columbia, Dartmouth, Boston College, Vanderbilt, Northwestern University, University of Florida og University of Maryland. Þjálfararnir eru mættir til að skoða bæði leikmenn fyrir árin 2019 og 2020 og þeir eru bæði að leita að stelpum og strákum. Það er því mikið í húfi fyrir það íslenska knattspyrnufólk sem stefnir á að vinna sér inn skólastyrk í skemmtilegum skóla á skemmtilegum stað. En þau eru líka að taka áhættu með því að taka þátt í þessum leikjum. „Samningsbundnir leikmenn þurfa að hafa heimild frá sínu félagi til að taka þátt í sýningarleikjum,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar frá Knattspyrnusambandi Íslands og þar kemur líka fram að aðildarfélögum KSÍ ber ekki að greiða kostnað sem hlýst vegna meiðsla leikmanna sem kunna að eiga sér stað í slíkum sýningarleikjum. „Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga skulu tryggingar, sem aðildarfélög ganga frá fyrir samningsbundna leikmenn sína, ná yfir slys og meiðsli við æfingar, keppni, ferðir og starf í tengslum við félagið og KSÍ. Reglugerðin kveður því ekki á um að samningsbundnir leikmenn séu tryggðir við æfingar, keppni, ferðir og starf á öðrum vettvangi,“ segir í yfirlýsingu KSÍ og þetta á líka við með endurgreiðslur úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ. „Að auki er rétt að benda á að endurgreiðslur úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ ná heldur ekki til kostnaðar sem kann að hljótast vegna meiðsla í slíkum sýningarleikjum. Íþróttaslysasjóður ÍSÍ tekur einungis til slysa við keppni á vegum íþróttafélaga svo og skipulagðar íþróttaæfingar sem haldnar eru á vegum þessara aðila, undir stjórn þjálfara með það að markmiði að taka þátt í keppni.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira