Ökumaðurinn hafði þá ekki hirt um að skafa rúðurnar á bílnum sínum og látið smá gægjugat duga til að sjá fram og aftur fyrir bílinn.
„Ég var fyrir miklum vonbrigðum að sjá ökumenn haga sér svona og sérstaklega í kringum grunnskólann,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu.
Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi.
„Bílstjórinn hefði ekki séð manneskju þó hún hefði hlaupið fyrir bílinn,“ segir Andrea sem vill brýna fyrir fólki að gefa sér tíma í skafa snjóinn af bílnum á morgnanna þó það sé að flýta sér. Það margborgi sig að fara að öllu með gát í umferðinni.