Það hafa verið í smá fríi saman undanfarna daga í svissnesku ölpunum og skelltu sér saman á leik Íslands og Frakklands í milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í gær. Bæði birta þau myndbrot úr stúkunni á Instagram-reikningi sínum.
Nathalia er á mála hjá alþjóðlegu umboðsskrifstofunni IMG models og hefur m.a komið fram í auglýsingaherferðum Top Shop og Asos.
Rúrik Gíslason er atvinnumaður í knattspyrnu og leikur með SV Sandhausen í Þýskalandi sem og með íslenska landsliðinu.
Með Rúriki og Nathaliu á leiknum var einnig landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og sonur hans Oliver. Eins og margir vita er Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska handbolta landsliðsins, bróðir Arons Einars.
Hér að neðan má sjá skjáskot af Instagram-reikningum Rúriks og Nathaliu.
