Grindvíkingar hækka lægstu laun einhliða Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2019 06:15 Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. „Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“ Hjálmar segir að misræmi hafi verið milli lægstu launa í grunnskólum og leikskólum og þetta sé liður í að halda í starfsfólk. Ekki sé ljóst hversu margir fái þessa kjarabót. „Þegar sviðsstjóri kemur með gögnin fyrir næsta fund bæjarráðs þá sjáum við betur hversu margir einstaklingar munu hækka í launum og hver kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hafa bent á þá stöðu þegar krafist er hækkunar í einstaka sveitarfélögum að sveitarfélögin sjálf fari ekki með umboð til að semja um launin og því geti þau ekki hækkað þau. Hjálmar segir það vissulega rétt en vonast eftir lausn á því máli. „Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna,“ segir Hjálmar að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. „Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“ Hjálmar segir að misræmi hafi verið milli lægstu launa í grunnskólum og leikskólum og þetta sé liður í að halda í starfsfólk. Ekki sé ljóst hversu margir fái þessa kjarabót. „Þegar sviðsstjóri kemur með gögnin fyrir næsta fund bæjarráðs þá sjáum við betur hversu margir einstaklingar munu hækka í launum og hver kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hafa bent á þá stöðu þegar krafist er hækkunar í einstaka sveitarfélögum að sveitarfélögin sjálf fari ekki með umboð til að semja um launin og því geti þau ekki hækkað þau. Hjálmar segir það vissulega rétt en vonast eftir lausn á því máli. „Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna,“ segir Hjálmar að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira