Sjö staðir ætla hafa opið lengur vegna Superbowl Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 10:41 Keiluhöllin í Egilshöll ætlar að hafa opið til 06 á mánudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Sjö veitingastaðir hafa sótt um tímabundið leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna úrslitaleiks bandarísku fótboltadeildarinnar NFL, eða hin svokallaða Ofurskál, sem hefst rétt fyrir miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld að íslenskum tíma og lýkur á fjórða tímanum aðfaranótt mánudags. Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag. Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.Tom Brady fer fyrir liði New England Patriots sem mætir Los Angeles Rams í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.vísir/gettySamkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er óheimilt að veita áfengi lengur en til klukkan 01, nema aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Rekstrarleyfishafar er þó heimilað að sækja um leyfi sem viðbót við gilt rekstrarleyfi, svo vegna tímabundins viðbótarafgreiðslutíma áfengisveitinga. Er talið að úrslitaleikur NFL, eða Superbowl eins og hann kallast á ensku, falli að þeirri heimild. Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist. Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots. Borgarstjórn NFL Veitingastaðir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Sjö veitingastaðir hafa sótt um tímabundið leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna úrslitaleiks bandarísku fótboltadeildarinnar NFL, eða hin svokallaða Ofurskál, sem hefst rétt fyrir miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld að íslenskum tíma og lýkur á fjórða tímanum aðfaranótt mánudags. Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag. Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.Tom Brady fer fyrir liði New England Patriots sem mætir Los Angeles Rams í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.vísir/gettySamkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er óheimilt að veita áfengi lengur en til klukkan 01, nema aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Rekstrarleyfishafar er þó heimilað að sækja um leyfi sem viðbót við gilt rekstrarleyfi, svo vegna tímabundins viðbótarafgreiðslutíma áfengisveitinga. Er talið að úrslitaleikur NFL, eða Superbowl eins og hann kallast á ensku, falli að þeirri heimild. Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist. Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots.
Borgarstjórn NFL Veitingastaðir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira