Ebba Guðný höfð að fífli við netkaup Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2019 10:30 Ebba verslar sennilega ekki á netinu á næstunni. mynd/LUCINDA „Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu. Bítið Neytendur Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu.
Bítið Neytendur Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira