Reyna að hafa rafmynt af fólki með hótunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 10:46 Viðtakendur svikapósta eru hvattir til að hafa samband við lögregluna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan. Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan.
Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira