Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru báðar búnar að úthúða honum á Twitter og lýsa yfir stuðningi við Guðna og Hallgrímur Jónasson, fyrrverandi landsliðsmaður, bættist í hópinn í gær.
Nú skýtur Garðar Örn Hinriksson, fyrrverandi úrvalsdeildar- og milliríkjadómari, föstum skotum að Geir á Twitter-síðu sinni og segir hann hreinlega ekki hafa gert neitt fyrir dómara á sínum tíma.
Hann var annar varaformaður í dómaranefnd UEFA. Það breytti engu. Hann hefði getað gert svo margt fyrir okkur en gerði ekki skít. Við vorum nógu góðir að við töldum en ekki nógu merkilegir í hans augum @Fotboltinet @VisirSport @mblsport @KSIformadur
— G Hinriksson (@ghinriksson) February 7, 2019
Og ekki gerði hann mikið fyrir íslenska knattspyrnudómara heldur. Þekki ekki þann sem situr núna við völd en andskotinn hafi það, hann getur ekki verið verri en sá sem sat í stólnum áður @Fotboltinet @VisirSport @mblsport @ksiformadur
— G Hinriksson (@ghinriksson) February 7, 2019
„Og ekki gerði hann mikið fyrir íslenska knattspyrnudómara heldur. Þekki ekki þann sem situr núna við völd en andskotinn hafi það, hann getur ekki verið verri en sá sem sat í stólnum áður.“
Kosning til formanns fer fram á ársþingi KSÍ á morgun en ef marka má könnun íþróttadeildar mun Guðni Bergsson skúra gólfið með Geir í þeirri kosningu og ekki eru leikmenn og dómarar að hjálpa fyrrverandi formanninum í slagnum á lokametrunum.