Rússar til í að skoða nýtt og umfangsmeira samkomulag Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 11:02 Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. EPA/SERGEI CHIRIKOV Yfirvöld Rússlands væru tilbúin til að taka nýtt og umfangsmeira kjarnorkuvopnasamkomulag frá Bandaríkjunum til skoðunar. Fleiri ríki gætu verið aðilar að slíku samkomulagi sem gæti komið í stað INF-sáttmálans svokallaða sem Bandaríkin og Rússar hafa slitið. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir þetta koma til greina. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengið sakað Rússa um að brjóta gegn INF-sáttmálanum, sem snýr að banni við notkun skamm- og meðaldrægra eldflauga. Því hafa Rússar þó hafnað. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig gefið í skyn að honum hafi þótt sáttmálinn vera barn síns tíma og þá sérstaklega vegna þess að einungis Bandaríkin og Rússland hafi skrifað undir hann. Önnur ríki hafi samt sem áður getað þróað og framleitt eldflaugar að vild og átti hann þar sérstaklega við Kína. Kínverjar hafa komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Trump sagði í síðustu viku, eins og Reuters bendir á, að hann langaði að halda viðræður um nýtt samkomulag.Samkvæmt fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Ryabkov í dag að Rússar hefðu heyrt ummæli Bandaríkjamanna á þá leið að nýtt samkomulag á milli fleiri ríkja kæmi til greina. Hann sagði ríkisstjórn Rússlands búast við tillögu varðandi slíkt samkomulag frá Bandaríkjunum.Ryabkov sagði að ríkisstjórn Rússlands myndi skoða slíka tillögu af miklum áhuga. Bandaríkin Kína Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. 1. febrúar 2019 14:49 Rússar segja sig einnig frá eldflaugasáttmála Ákvörðun Rússa kemur í kjölfar tilkynningar Bandaríkjastjórnar um að hún ætlaði að hætta þátttöku í INF-sáttmálanum í gær. 2. febrúar 2019 10:39 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Yfirvöld Rússlands væru tilbúin til að taka nýtt og umfangsmeira kjarnorkuvopnasamkomulag frá Bandaríkjunum til skoðunar. Fleiri ríki gætu verið aðilar að slíku samkomulagi sem gæti komið í stað INF-sáttmálans svokallaða sem Bandaríkin og Rússar hafa slitið. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir þetta koma til greina. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengið sakað Rússa um að brjóta gegn INF-sáttmálanum, sem snýr að banni við notkun skamm- og meðaldrægra eldflauga. Því hafa Rússar þó hafnað. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig gefið í skyn að honum hafi þótt sáttmálinn vera barn síns tíma og þá sérstaklega vegna þess að einungis Bandaríkin og Rússland hafi skrifað undir hann. Önnur ríki hafi samt sem áður getað þróað og framleitt eldflaugar að vild og átti hann þar sérstaklega við Kína. Kínverjar hafa komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Trump sagði í síðustu viku, eins og Reuters bendir á, að hann langaði að halda viðræður um nýtt samkomulag.Samkvæmt fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Ryabkov í dag að Rússar hefðu heyrt ummæli Bandaríkjamanna á þá leið að nýtt samkomulag á milli fleiri ríkja kæmi til greina. Hann sagði ríkisstjórn Rússlands búast við tillögu varðandi slíkt samkomulag frá Bandaríkjunum.Ryabkov sagði að ríkisstjórn Rússlands myndi skoða slíka tillögu af miklum áhuga.
Bandaríkin Kína Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. 1. febrúar 2019 14:49 Rússar segja sig einnig frá eldflaugasáttmála Ákvörðun Rússa kemur í kjölfar tilkynningar Bandaríkjastjórnar um að hún ætlaði að hætta þátttöku í INF-sáttmálanum í gær. 2. febrúar 2019 10:39 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. 1. febrúar 2019 14:49
Rússar segja sig einnig frá eldflaugasáttmála Ákvörðun Rússa kemur í kjölfar tilkynningar Bandaríkjastjórnar um að hún ætlaði að hætta þátttöku í INF-sáttmálanum í gær. 2. febrúar 2019 10:39