Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. febrúar 2019 06:00 Kostnaður vegna launauppbótar til starfsmanna Íslandspósts nam 14,3 milljónum króna. Vísir/vilhelm Í upphafi síðasta árs ákvað stjórn Íslandspósts ohf. (ÍSP) að greiða starfsmönnum fyrirtækisins launauppbót í ljósi góðrar afkomu fyrirtækisins. Rétt rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Um svipað leyti lagði stjórn ÍSP það til að hækka laun sín. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum stjórnar. Á fundi stjórnar 29. janúar 2018 viðraði Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, hugmyndir framkvæmdastjórnar fyrirtækisins um að greiða starfsfólki þess launauppbót. Langt væri liðið síðan slíkt hefði verið gert en áætlaður rekstrarafgangur ársins 2017 gæfi tilefni til þess. Árið 2017 hagnaðist ÍSP um 216 milljónir og hafði árið áður skilað rúmlega 120 milljóna afgangi. Árin þrjú á undan hafði samanlagt tap á móti verið 280 milljónir króna. Á fundinum samþykkti stjórn að greiða starfsmönnum, sem voru á launaskrá á föstum mánaðarlaunum 1. nóvember 2017 og störfuðu enn þar 1. febrúar 2018, 20 þúsund krónur miðað við fullt starf. Hlutastarfsfólk fékk greiðslur í samræmi við starfshlutfall en þó aldrei minna en 10 þúsund krónur. Áætlaður kostnaður nam 14,3 milljónum króna. Á fundi stjórnar tæpum mánuði síðar, eða þann 23. febrúar, gerði stjórn tillögu um að laun hennar myndu hækka. Laun almennra stjórnarmanna myndu hækka úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur. Laun formanns stjórnar eru tvöföld laun stjórnarmanns og fór hann því úr 280 þúsund krónum á mánuði og upp í 330 þúsund krónur. Hækkunin nam því tæpum átján prósentum. Sé litið aftur til ársins 2014 þá hafa laun stjórnarmanna ÍSP hækkað ár hvert. Hækkunin hefur verið á bilinu ellefu til tólf prósent ár hvert. Hafi tillaga stjórnar um hækkun launa sinna verið samþykkt á aðalfundi ÍSP í fyrra þá hafa laun stjórnarmanna hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Formaður stjórnar er Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna, og meðal stjórnarmanna er Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Framkvæmdastjórn ÍSP mynda auk forstjóra fimm framkvæmdastjórar. Af ársreikningum áranna 2014-2017, en ársreikningur 2018 liggur ekki fyrir fyrr en eftir tæpar þrjár vikur, má sjá að laun forstjóra hafa hækkað um tæp 43 prósent á tímabilinu. Þá hafa laun og hlunnindi framkvæmdastjóra hækkað um rúm tólf prósent. Að auki nýtur framkvæmdastjórn bifreiðahlunninda frá fyrirtækinu. Forstjóri heyrði undir kjararáð til 1. júlí 2017 en síðan þá hefur það verið í verkahring stjórnar að ráða kjörum hans. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, frá maí í fyrra, kemur fram að laun Ingimundar hafi hækkað um 25 prósent við það. Af áðurnefndri fundargerð í janúar 2018 má sjá að til ósættis hefur komið en þá lagði Ingimundur fram bókun um að hann teldi að afgreiðsla stjórnar á fjárhæð launagreiðslna hans væri ekki í samræmi við ráðningarsamning frá nóvember 2014. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í upphafi síðasta árs ákvað stjórn Íslandspósts ohf. (ÍSP) að greiða starfsmönnum fyrirtækisins launauppbót í ljósi góðrar afkomu fyrirtækisins. Rétt rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Um svipað leyti lagði stjórn ÍSP það til að hækka laun sín. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum stjórnar. Á fundi stjórnar 29. janúar 2018 viðraði Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, hugmyndir framkvæmdastjórnar fyrirtækisins um að greiða starfsfólki þess launauppbót. Langt væri liðið síðan slíkt hefði verið gert en áætlaður rekstrarafgangur ársins 2017 gæfi tilefni til þess. Árið 2017 hagnaðist ÍSP um 216 milljónir og hafði árið áður skilað rúmlega 120 milljóna afgangi. Árin þrjú á undan hafði samanlagt tap á móti verið 280 milljónir króna. Á fundinum samþykkti stjórn að greiða starfsmönnum, sem voru á launaskrá á föstum mánaðarlaunum 1. nóvember 2017 og störfuðu enn þar 1. febrúar 2018, 20 þúsund krónur miðað við fullt starf. Hlutastarfsfólk fékk greiðslur í samræmi við starfshlutfall en þó aldrei minna en 10 þúsund krónur. Áætlaður kostnaður nam 14,3 milljónum króna. Á fundi stjórnar tæpum mánuði síðar, eða þann 23. febrúar, gerði stjórn tillögu um að laun hennar myndu hækka. Laun almennra stjórnarmanna myndu hækka úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur. Laun formanns stjórnar eru tvöföld laun stjórnarmanns og fór hann því úr 280 þúsund krónum á mánuði og upp í 330 þúsund krónur. Hækkunin nam því tæpum átján prósentum. Sé litið aftur til ársins 2014 þá hafa laun stjórnarmanna ÍSP hækkað ár hvert. Hækkunin hefur verið á bilinu ellefu til tólf prósent ár hvert. Hafi tillaga stjórnar um hækkun launa sinna verið samþykkt á aðalfundi ÍSP í fyrra þá hafa laun stjórnarmanna hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Formaður stjórnar er Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna, og meðal stjórnarmanna er Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Framkvæmdastjórn ÍSP mynda auk forstjóra fimm framkvæmdastjórar. Af ársreikningum áranna 2014-2017, en ársreikningur 2018 liggur ekki fyrir fyrr en eftir tæpar þrjár vikur, má sjá að laun forstjóra hafa hækkað um tæp 43 prósent á tímabilinu. Þá hafa laun og hlunnindi framkvæmdastjóra hækkað um rúm tólf prósent. Að auki nýtur framkvæmdastjórn bifreiðahlunninda frá fyrirtækinu. Forstjóri heyrði undir kjararáð til 1. júlí 2017 en síðan þá hefur það verið í verkahring stjórnar að ráða kjörum hans. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, frá maí í fyrra, kemur fram að laun Ingimundar hafi hækkað um 25 prósent við það. Af áðurnefndri fundargerð í janúar 2018 má sjá að til ósættis hefur komið en þá lagði Ingimundur fram bókun um að hann teldi að afgreiðsla stjórnar á fjárhæð launagreiðslna hans væri ekki í samræmi við ráðningarsamning frá nóvember 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00