Myndlist mikils metin Hjálmar Sveinsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Styttur og útilistaverk Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun