Maradona: FIFA hefur ekkert breyst Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 15:00 Maradona og Infantino eru hættir að knúsast. vísir/getty Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Maradona, segir að brotthvarf Sepp Blatter frá FIFA hafi engu breytt. Sambandið sé enn það sama undir stjórn Gianni Infantino. Maradona hætti á dögunum í vinnu fyrir FIFA en hann var hluti af „FIFA legends“. Eitthvað mikið virðist hafa komið upp á því Argentínumaðurinn er brjálaður. „Ég sendi Infantino bréf þar sem ég sagði af mér sem fyrirliði FIFA legends. FIFA hefur ekkert breyst þó svo Blatter sé farinn,“ sagði Maradona svekktur og segist ekki hafa fengið góða meðferð frá alþjóðasambandinu. „Við vorum settir á hótelherbergi með Marco van Basten og öðrum leikmanni. Það var komið fram við okkur eins og við værum litlir hundar. Það var algjört virðingarleysi í okkar garð. Þess vegna hætti ég og nú mun ég segja frá því sem ég veit um þetta nýja FIFA.“ Maradona lét þessi orð falla á blaðamannafundi eftir leik hjá liði sínu, Dorados de Sinaloa. Þar fór Argentínumaðurinn mikinn og skoraði meðal annars á Zvonimir Boban, aðstoðarframkvæmdastjóra FIFA, í hnefaleikabardaga. Einhver misskilningur varð á milli Maradona og Boban á hótelinu þar sem FIFA goðsagnirnar gistu. „Ég vil segja við Boban að ef hann vill líta vel út þá ætti hann að fara í hnefaleikahringinn. Hann hefði ekki átt að koma á hótelið og reiðast. Það versta er að hann var sendur af einhverjum. Sá er Infantino. Ég er ekki tvítugur strákur, ég er 58 ára gamall. Þetta særir mig því ég hafði trú á þessu fólki. Ég geri það ekki lengur.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Sjá meira
Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Maradona, segir að brotthvarf Sepp Blatter frá FIFA hafi engu breytt. Sambandið sé enn það sama undir stjórn Gianni Infantino. Maradona hætti á dögunum í vinnu fyrir FIFA en hann var hluti af „FIFA legends“. Eitthvað mikið virðist hafa komið upp á því Argentínumaðurinn er brjálaður. „Ég sendi Infantino bréf þar sem ég sagði af mér sem fyrirliði FIFA legends. FIFA hefur ekkert breyst þó svo Blatter sé farinn,“ sagði Maradona svekktur og segist ekki hafa fengið góða meðferð frá alþjóðasambandinu. „Við vorum settir á hótelherbergi með Marco van Basten og öðrum leikmanni. Það var komið fram við okkur eins og við værum litlir hundar. Það var algjört virðingarleysi í okkar garð. Þess vegna hætti ég og nú mun ég segja frá því sem ég veit um þetta nýja FIFA.“ Maradona lét þessi orð falla á blaðamannafundi eftir leik hjá liði sínu, Dorados de Sinaloa. Þar fór Argentínumaðurinn mikinn og skoraði meðal annars á Zvonimir Boban, aðstoðarframkvæmdastjóra FIFA, í hnefaleikabardaga. Einhver misskilningur varð á milli Maradona og Boban á hótelinu þar sem FIFA goðsagnirnar gistu. „Ég vil segja við Boban að ef hann vill líta vel út þá ætti hann að fara í hnefaleikahringinn. Hann hefði ekki átt að koma á hótelið og reiðast. Það versta er að hann var sendur af einhverjum. Sá er Infantino. Ég er ekki tvítugur strákur, ég er 58 ára gamall. Þetta særir mig því ég hafði trú á þessu fólki. Ég geri það ekki lengur.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Sjá meira