Dæmið gengur ekki upp fyrir stúdenta Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Ég var að keyra heim úr vinnu í vikunni og varð litið á auglýsingu í strætóskýli þar sem á stóð með stórum stöfum „Stúdentar mega ekki hafa það betra“. Um er að ræða herferð á vegum Landssamtaka íslenskra stúdenta, sem eru regnhlífarsamtök allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Þrátt fyrir að plakatið á strætóskýlinu sé nokkuð djarft þá eru skilaboðin skiljanleg. Stúdentar eru skiljanlega orðnir langþreyttir á endalausri bið eftir almennilegum kjarabótum. Við í Viðreisn höfum reynt eftir bestu getu að halda menntamálaráðherra við efnið með því að spyrja hana reglulega hver staðan í málefnum stúdenta sé og hvort breytinga sé að vænta. Yfirleitt höfum við fengið að heyra loforð um „stórsókn í menntamálum“ eða að „hér verði eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum“ sem er fagnaðarefni. Metnaður í jafn mikilvægu samfélagsmáli er dýrmætur og því brýnt að staðið verði við stóru orðin.Biðin endalausa Það er löngu ljóst að stúdentar hafa beðið í alltof langan tíma eftir kjarabótum og að tekin verði endanleg ákvörðun um raunverulegt framtíðarskipulag á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Á umliðnum árum hafa þrjár endurskoðunarnefndir verið settar í gang og sú fjórða nú hafið störf. Því er ólíklegt að nýtt lánasjóðsfyrirkomulag verði komið á fyrr en 2020 eða jafnvel 2021. Fyrir liggja tvö ólík frumvörp, annað frá Katrínu Jakobsdóttur og hitt frá Illuga Gunnarssyni. Frumvörpin eru eðlisólík, en ýmislegt þar sem hægt væri að nýta. Bæði sett fram af góðum hug og metnaði. Í fyrra boðaði Lilja Alfreðsdóttir enn eina útgáfuna af kerfinu sem áætlað er að komi fram næsta haust eða hið svo kallaða „eitt besta kerfi á Norðurlöndunum“. Gott og vel. En allan þennan tíma, á heilum áratug eða allt frá árinu 2009 hafa stúdentar setið á hakanum vegna þess að stjórnmálin geta ekki komið sér saman um réttu leiðina. Og ráðuneyti menntamála og fjármála ekki alltaf verið samstíga. Á þessum tíma hafa að minnsta kosti tugir ólíkra fulltrúa starfað í þágu stúdenta og verið þeirra forsvarsmenn. Og hver og einn þeirra, í umboði síns stúdentafélags, þrýst á breytingar. Sumir stúdentar voru jafnvel að hefja nám í menntaskóla þegar endurskoðunarvinnan 2009 hófst og eru jafnvel að hefja doktorsnám í dag. Svo löng er biðin. Til að setja hlutina í samhengi var Barack Obama að hefja forsetaferil sinn á sama tíma og endurskoðunin hófst, klárað tvö kjörtímabil og verið í tvö ár án forsetatitilsins til viðbótar. Á meðan hafa kjör stúdenta rýrnað og eru í dag á þeim stað að þau eru fullkomlega óásættanleg. Óásættanleg kjör Í dag er grunnframfærsla háskólastúdents sem tekur lán 184.000 á mánuði. Á meðan eru grunnatvinnuleysisbætur 279.720 kr. á mánuði og lágmarkslaun 300.000 kr. Sami stúdent má aðeins þéna 930.000 krónur á ári og ef hann vinnur meira en það skerðist lánið um 45% í refsiskyni. Frítekjumarkið hefur ekki hækkað um eitt prósent frá árinu 2014, en á meðan hafa laun hækkað um 43%. Hver er hvatinn í þessu kerfi? Enginn. Fyrirsjáanleikinn? Enginn. Í ofanálag ríkir óvissa um húsnæðismál stúdenta auk þess sem þeir eru sá hópur sem er í hvað mestri áhættu gagnvart þunglyndi, kvíða og öðrum geðsjúkdómum. Stjórnmálin skulda námsmönnum betri vinnubrögð. Að þeirra kjör séu ekki notuð sem pólitísk skiptimynt rétt fyrir kosningar eða til þess að halda friðinn. Stúdentar eiga skilið fyrirsjáanleika um það hvernig málum þeirra skuli háttað. Þeir eiga líka skilið að fá skýr svör um það hvernig ráðherra hyggst byggja upp lánasjóðskerfið, hvernig greiðslum á afborgunum verði háttað og hvernig leysa á húsnæðismarkaðinn. Núverandi fjármálaáætlun gefur að minnsta kosti fá svör við þessum spurningum. Stúdentahreyfingarnar sjálfar hafa kallað eftir svörum og fá lítið annað en fögur fyrirheit um að framtíðin verði frábær. Eða jafnvel bara best á Norðurlöndunum. Allt mjög fallegt. Og þá hlýtur maður að spyrja – þarf virkilega að bíða til ársins 2020 eða 2021 eftir alla þá vinnu sem þegar liggur fyrir? Ljóst er að ef menntamálaráðherra þarfnast stuðnings til að bæta og hraða endurbótum á námslánaumhverfi stúdenta fær hún stuðning frá Viðreisn. Við munum að minnsta kosti halda áfram að hvetja hana til dáða. Og í lokin til að svara fullyrðingu stúdenta á strætóplakötum bæjarins – svo sannanlega mega stúdentar hafa það betra en ekki síður að óvissu í umhverfi þeirra verði eytt. Ég veit að minnsta kosti að dæmið gengur ekki upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég var að keyra heim úr vinnu í vikunni og varð litið á auglýsingu í strætóskýli þar sem á stóð með stórum stöfum „Stúdentar mega ekki hafa það betra“. Um er að ræða herferð á vegum Landssamtaka íslenskra stúdenta, sem eru regnhlífarsamtök allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Þrátt fyrir að plakatið á strætóskýlinu sé nokkuð djarft þá eru skilaboðin skiljanleg. Stúdentar eru skiljanlega orðnir langþreyttir á endalausri bið eftir almennilegum kjarabótum. Við í Viðreisn höfum reynt eftir bestu getu að halda menntamálaráðherra við efnið með því að spyrja hana reglulega hver staðan í málefnum stúdenta sé og hvort breytinga sé að vænta. Yfirleitt höfum við fengið að heyra loforð um „stórsókn í menntamálum“ eða að „hér verði eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum“ sem er fagnaðarefni. Metnaður í jafn mikilvægu samfélagsmáli er dýrmætur og því brýnt að staðið verði við stóru orðin.Biðin endalausa Það er löngu ljóst að stúdentar hafa beðið í alltof langan tíma eftir kjarabótum og að tekin verði endanleg ákvörðun um raunverulegt framtíðarskipulag á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Á umliðnum árum hafa þrjár endurskoðunarnefndir verið settar í gang og sú fjórða nú hafið störf. Því er ólíklegt að nýtt lánasjóðsfyrirkomulag verði komið á fyrr en 2020 eða jafnvel 2021. Fyrir liggja tvö ólík frumvörp, annað frá Katrínu Jakobsdóttur og hitt frá Illuga Gunnarssyni. Frumvörpin eru eðlisólík, en ýmislegt þar sem hægt væri að nýta. Bæði sett fram af góðum hug og metnaði. Í fyrra boðaði Lilja Alfreðsdóttir enn eina útgáfuna af kerfinu sem áætlað er að komi fram næsta haust eða hið svo kallaða „eitt besta kerfi á Norðurlöndunum“. Gott og vel. En allan þennan tíma, á heilum áratug eða allt frá árinu 2009 hafa stúdentar setið á hakanum vegna þess að stjórnmálin geta ekki komið sér saman um réttu leiðina. Og ráðuneyti menntamála og fjármála ekki alltaf verið samstíga. Á þessum tíma hafa að minnsta kosti tugir ólíkra fulltrúa starfað í þágu stúdenta og verið þeirra forsvarsmenn. Og hver og einn þeirra, í umboði síns stúdentafélags, þrýst á breytingar. Sumir stúdentar voru jafnvel að hefja nám í menntaskóla þegar endurskoðunarvinnan 2009 hófst og eru jafnvel að hefja doktorsnám í dag. Svo löng er biðin. Til að setja hlutina í samhengi var Barack Obama að hefja forsetaferil sinn á sama tíma og endurskoðunin hófst, klárað tvö kjörtímabil og verið í tvö ár án forsetatitilsins til viðbótar. Á meðan hafa kjör stúdenta rýrnað og eru í dag á þeim stað að þau eru fullkomlega óásættanleg. Óásættanleg kjör Í dag er grunnframfærsla háskólastúdents sem tekur lán 184.000 á mánuði. Á meðan eru grunnatvinnuleysisbætur 279.720 kr. á mánuði og lágmarkslaun 300.000 kr. Sami stúdent má aðeins þéna 930.000 krónur á ári og ef hann vinnur meira en það skerðist lánið um 45% í refsiskyni. Frítekjumarkið hefur ekki hækkað um eitt prósent frá árinu 2014, en á meðan hafa laun hækkað um 43%. Hver er hvatinn í þessu kerfi? Enginn. Fyrirsjáanleikinn? Enginn. Í ofanálag ríkir óvissa um húsnæðismál stúdenta auk þess sem þeir eru sá hópur sem er í hvað mestri áhættu gagnvart þunglyndi, kvíða og öðrum geðsjúkdómum. Stjórnmálin skulda námsmönnum betri vinnubrögð. Að þeirra kjör séu ekki notuð sem pólitísk skiptimynt rétt fyrir kosningar eða til þess að halda friðinn. Stúdentar eiga skilið fyrirsjáanleika um það hvernig málum þeirra skuli háttað. Þeir eiga líka skilið að fá skýr svör um það hvernig ráðherra hyggst byggja upp lánasjóðskerfið, hvernig greiðslum á afborgunum verði háttað og hvernig leysa á húsnæðismarkaðinn. Núverandi fjármálaáætlun gefur að minnsta kosti fá svör við þessum spurningum. Stúdentahreyfingarnar sjálfar hafa kallað eftir svörum og fá lítið annað en fögur fyrirheit um að framtíðin verði frábær. Eða jafnvel bara best á Norðurlöndunum. Allt mjög fallegt. Og þá hlýtur maður að spyrja – þarf virkilega að bíða til ársins 2020 eða 2021 eftir alla þá vinnu sem þegar liggur fyrir? Ljóst er að ef menntamálaráðherra þarfnast stuðnings til að bæta og hraða endurbótum á námslánaumhverfi stúdenta fær hún stuðning frá Viðreisn. Við munum að minnsta kosti halda áfram að hvetja hana til dáða. Og í lokin til að svara fullyrðingu stúdenta á strætóplakötum bæjarins – svo sannanlega mega stúdentar hafa það betra en ekki síður að óvissu í umhverfi þeirra verði eytt. Ég veit að minnsta kosti að dæmið gengur ekki upp.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun