Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra áttu í dag fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tillögur stjórnvalda að mögulegum aðgerðum til að liðka fyrir kjaraviðræðum.
Tillögur að skattkerfisbreytingum eru einn liður í því en skiptar skoðanir eru á ágæti tillagna ríkisstjórnarinnar.
Þannig sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillögurnar væru raunsæjar og ábyrgar en fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja nú við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA lýstu í dag yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögurnar.