Beðið eftir útspili stjórnvalda [email protected] skrifar 16. febrúar 2019 08:15 Ekki verður lengra komist í viðræðum aðila og því er nú beðið eftir aðkomu stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“ Kjaramál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
„Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“
Kjaramál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira